Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 159
MÚRINN RAUÐI Á HÓLUM
til annálaritarinn hefur frá einhverju öðru minnisverðu að
segja. Höfundur annálsins virðist líka vita næsta fátt um bisk-
upstíð Auðunar annað en mannvirkin þrjú: ofninn, timburstof-
una og múrinn.16 Slíkur þekkingarskortur er hins vegar ekki
merkjanlegur í eldri annálum sem hafa frá mörgu að segja um
biskupstíð Auðunar rauða. Engin þeirra greinargóðu heimilda
nefnir þó múrbyggingu á nafn og sú þögn hlýtur að tala sínu
máli. Grunsamlegt má teljast ef aðeins ein heimild, sem er
bæði ung og gloppótt, nefnir merkisatburð sem fjölmargar
eldri og nákvæmari heimildir geta að engu. Þessi eina færsla í
Oddaverjaannál hlýtur því að teljast í mótsögn við skrásetn-
ingu annarra annálaritara er fjallað hafa um sama tíma. Verður
ekki annað ráðið af þessu en að sú saga að Auðunn hafi staðið
fyrir byggingu múrsins sé arfsögn eða þjóðsaga sem höfundur
Oddaverjaannáls hafi glapist til að færa í letur.
I sjálfu sér er ekki ólíklegt að slík arfsögn hafi getað mynd-
ast. Auðunn biskup var kunnur af framkvæmdum, og vel
þekkt að hann lét fyrstur brjóta og byggja úr mógrýtinu rauða.
Þess vegna þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að tengja
nafn hans við múrinn. Sæmundi fróða voru með svipuðum
hætti eignuð mörg gömul handrit vegna þess hve nafn hans var
þekkt meðal fólks á seinni tímum. Þá er eðlilegt að atburðir á
kaþólskum tíma hafi brátt tekið að hyljast þoku þegar lútersk-
an festist í sessi, en vitað er að meintum höfundum múrsins
fjölgaði því fjær sem dró siðaskiptum. Þegar Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson komu til Hóla á ferðum sínum, árið 1753,
var þeim sagt að Jón helgi Ögmundsson hafi látið reisa múr-
16 Gustav Storm segir svo í formála sínum að útgáfu íslenskra annála, að „Odda-
verjaannáll er egentlig ikke en Annalsamling af samme Art som de ældre
islandske Annaler". Islandske Annaler indtil 1578, Kristiania 1888, bls. xxxix.
17 Sjá Ferðabók Eggerts og Bjama, 4. útg., bls. 73.
157