Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 163
MÚRINN RAUÐI Á HÓLUM
heimildargildi. Auk þess sem Eyjólfur sjálfur myndi vart skrifa
upp hluti athugasemdalaust sem hann teldi ranga.
Nokkrir fræðimenn hafa lagt þann skilning í þessa heimild,
að Auðunn hafi hafið kirkjubyggingu, en Gottskálk hafi síðan
gert upp múrinn á biskupstíð sinni og fellt að timburkirkj-
unni.23 Hins vegar kveður Eyjólfur á Völlum mjög fast að orði
og hlýtur að taka af öll tvímæli um að fyrir daga Gottskálks
hafi enginn múr verið í kirkjugarðinum á Hólum. Magnús
Már Lárusson (1960) mat það svo í grein sem hann ritaði um
dómkirkjurnar á Hólum, að þessi frásögn í handriti Eyjólfs
kynni að vera röng þar sem engar heimildir geta um grjót-
smiðju á Hólum á tíma Gottskálks. En samt sem áður hlýtur
þessi frásögn að vera þess virði að henni sé gaumur gefinn og
nánar sé litið á biskupstíð Gottskálks Kenikssonar.
Enska öldin og myrkur sögunnar
Árið 1412 hófu ensk skip siglingar að íslandsströndum og
landið lenti skyndilega í farleið erlendra fiski- og verslunar-
skipa, en fram að því höfðu skipaferðir verið fremur stopular.
Umsvif Englendinga voru mikil út alla öldina og þessi tími
hefur verið nefndur „enska öldin“ í sögu landsins. Þjóðverjar,
Hollendingar og fleiri þjóðir voru þó ekki langt undan. Fisk-
verð var hátt erlendis á þessum tíma og beinar siglingar og
samkeppni í verslun varð til þess að bæta verslunarkjör lands-
manna, en þeir fengu nú mun hærra verð fyrir fiskafla sinn en
23 Guðbrandur Jónsson (1919-29) segir svo í neðanmálsgrein á bls. 18 um
múrinn: „Frásögnina, sem er eptir handriti síra Eyjólfs Jónssonar (d. 1745),
ber vafalaust að skilja svo, að Gottskalk biskup hafi látið dypta að kirkjunni.
... Sennilegt er og, að biskup hafi verið orðinn úrkula vonar um, að nokkurn
tíma yrði lokið við steinkirkjuna, og því breytt því, sem komið var af henni,
í kirkjumúr, þann múr, sem Árni Magnússon sá."
11 SkagftrSingabók
161