Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 164
SKAGFIRÐINGABÓK
dæmi voru um áður.24 Englendingar reyndu fljótlega að seilast
til áhrifa hérlendis með því að ná tangarhaldi á biskupsstólun-
um. Aðgerðir þeirra voru ekki með öllu árangurslausar og árið
1426 var Englendingurinn Jón Vilhjálmsson Craxton skipaður
biskup á Hólum. Biskupsdómur Jóns var fenginn með mútum
í páfagarði og Norðlendingar voru í fyrstu ekki sérlega blíðir
við biskup sinn. Það var ekki fyrr en eftir nokkurt þóf að Jón
komst til stólsins og lengi eftir það var mikil undiralda gegn
honum í biskupsdæminu.25 Jón sigldi síðan utan árið 1434 til
þess að ná Skálholti, en kom ekki fram vilja sínum því þar var
kominn Hollendingurinn Gozewijn Comhavar.26 Sá hélt fram
hagsmunum Danakonungs auk sinna eigin landa, sem voru í
þann mund að hefja siglingar til landsins. Tveir aðrir Englend-
ingar voru síðan skipaðir biskupar á Hólum, en hvorugur
þeirra kom til landsins. Arin 1434—44 var biskupslaust á Hól-
um og forráð staðarins nokkuð á reiki.
Hins vegar urðu mikil umskipti á Hólastað þegar Gottskálk
Keniksson var skipaður biskup árið 1442 og kom til staðarins
tveimur árum seinna.27 Hann var norskrar ættar, mikill fyxir
sér á landsvettvangi og kom þegar mikilli festu á stjórn norð-
lenskrar kirkju. Næstu árin efldist staðurinn að völdum og efn-
um, bæði vegna kappsemi Gottskálks og hagstæðrar verslunar.
24 Umfjöllun um verslunarkjör og efnahagsaðstæður á ensku öldinni er til
dæmis að finna í grein Ásgeirs Jónssonar í Fjdrmálatíðindum, desember 1994.
25 Jón þótti draga taum landa sinna í viðskiptum þeirra við íslendinga, sem
vakti nokkra óánægju, en einnig voru margir klerkar í Hólabiskupsdæmi
mjög óstýrilátir undir stjórn hans. Einn hefðarklerkurinn, Þorkell Guð-
bjartsson frá Grenjaðarstað, rændi íslenskri „frænku“ eða fylgikonu Craxtons
frá Hólasrað og hafði í haldi. D1IV, nr. 528.
26 Eftir nokkra bið eftir því að komast á Skálholtsstól varð Jón Hólabiskup
Craxton gjaldþrota og endaði sem öimusumaður á St. Thomasar spítala í
Southwark og andaðist þar. Sjá Björn Þorsteinsson (1970), bls. 153.
27 DIIV, nr. 705
162