Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Hólastaður hafði nokkra sérstöðu að því leyti að á staðnum
var tiltækur steinn, sem hægt var að höggva til og hlaða úr
honum til jafns við það sem gerðist erlendis, en slíkt er sjald-
gæft á Islandi. Þess vegna er viðbúið að skjólgarðurinn á Hól-
um hafi verið mun veglegri en í Skálholti. En samt sem áður
virðist af lýsingum sjónarvotta að töluvert meira hafi verið í
múrinn spunnið en það að hann gæti einfaldlega kallast grjót-
garður eða skjólgirðing. Að sögn Árna Magnússonar var múr-
inn augljóslega „múrhús" með bæði gluggum og hringstiga33
Þorsteinn Pétursson talar um afbragðsvel gjört mannvirki með
litlum herbergum og hvelfingum.34 Sá möguleiki er því fyrir
hendi að Gottskálk Keniksson hafi hafið byggingu steinkirkju
sem ekki varð lokið, en þjónaði síðar sem skjólgarður fyrir
kirkjuna. Þetta verður þó að teljast ólíklegt þar sem næstu
tveir arftakar Gottskálks á biskupsstóli voru nátengdir honum.
Það voru þeir Ólafur Rögnvaldsson, 1459-1495, og Gottskálk
grimmi Nikulásson, 1496-1520. Þessir tveir frændur tóku við
góðu búi og bættu heldur við eignasafn kirkjunar og hefðu því
átt að geta lokið þeim verkum sem Gottskálk Keniksson skildi
eftir sig hálfunnin. Reyndar er líklegra að múrinn hafi í raun
verið viðbygging við timburkirkjuna sem var vissulega til
skjóls og styrkingar, en stækkaði kirkjuna og gaf aukið rými til
athafna. Ef þessi tilgáta er rétt var Hóladómkirkja á þessum
tíma hvorki timbur- né steinkirkja í þrengsta skilningi þessara
orða heldur beggja blands, þ.e. timburkirkja með hlaðinn kór,
og án efa hin mesta staðarprýði.
Naprir vindar
Dómkirkjan sem Pétur Nikulásson byggði árið 1394 var mest
og veglegust allra kirkna á Hólum. Hafi það verið ætlun Gott-
33 D/ III, 607.
34 Sjá tilvitnun í Þorstein hjá Sigurjóni Páli ísakssyni (1987), bls. 85-86, og
(1989), bls. 190.
166