Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 170
SKAGFIRÐINGABÓK
ildir sem nú eru glataðar og tengdu nafn Auðunar við múrinn.
Hins vegar, hafi Auðunn staðið fyrir hleðslu múrsins, er nær
útilokað að fallast á það að hann hafi átt að vera sjálfstæð kirkja
sem hafi fallið algerlega á milli lína í íslenskri heimildaritun.
Að mati þess sem hér ritar bendir flest til þess að múrinn hafi
verið hlaðinn í kringum kórinn á dómkirkju Péturs Nikulás-
sonar til styrktar og skjóls, og þá eftir útkomu Gottskálks
Kenikssonar árið 1444. Fyrir þann tíma var heimildafærsla ís-
lenskra sagnaritara of góð til þess að slíkt mannvirki hefði get-
að legið í þagnargildi. Aftur á móti stóð múrinn örugglega á
Hólum þegar Jón Arason varð biskup árið 1524. Þess vegna er
líklegt að hann hafi verið reistur í tíð einhvers hinna þriggja
norsku biskupa sem ríktu á undan Jóni og allir voru frændur.
Það eru þeir Gottskálk Keniksson, 1442-1457, Ólafur Rögn-
valdsson, 1459-1495, eða Gottskálk grimmi Nikulásson,
1496—1520. Nokkuð góðar heimildir eru til um biskupstíð
hins síðast talda og þess vegna eru hinir tveir líklegri. Það er
hins vegar handrit í uppskrift Eyjólfs lærða sem bendlar Gott-
skálk Keniksson með beinum hætti við múrinn. Mjög erfitt er
að geta sér til um aldur þessarar frásagnar, en ljóst er að skrifar-
inn, Eyjólfur lærði, var manna fróðastur um Hólastað á sínum
tíma. Aðrar beinar heimildir um biskupstíð Gottskálks eru
mjög fátæklegar og hvorki sanna né afsanna þessa frásögn, en
ytri aðstæður leggjast á sveif með þessari tilgátu. Norðlensk
kirkja efldist mjög að völdum og fjármunum á þessum tíma,
auk þess sem endurbætur á kirkjunni voru orðnar tímabærar.
Gottskálk sjálfur þekkti steinhögg mætavel frá sínum heima-
slóðum og hafði yfir skipi að ráða sem hann gat sent til Noregs
eftir mönnum og verkfærum. Hann virðist einnig hafa verið
röggsamur höfðingi með mikla reynslu erlendis frá og sjálfs-
traust til stórra verka. Múrbygging hefði því verið mjög í takt
við persónugerð hans. En jafnvel þótt fallist sé á þátt Gott-
skálks í byggingu múrsins er erfitt að fullyrða um tilgang hans
og tengingu við sjálft kirkjuskipið. Hann hefur vitaskuld verið
168