Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
var sonur Sigurðar Sívertsen rektors og guðfræðiprófessors.
Helgi og Áslaug ráku í sameiningu innflutningsverslun og áttu
hlut í fleiri fyrirtækjum. Vegna veikinda Helga lenti reksturinn
mest á Áslaugu, og lést Helgi árið 1969. Áslaug hafði þá sýnt
hve mikill dugnaðarforkur hún var bæði til orða og gjörða.
Hún var kjarkmikil og ráðagóð, vann á með hægðinni og ekki
ánægð ef illa var stjórnað. Áslaug hafði yndi af að vera í góðra
vina hópi og helst að vera veitandinn. Rausn hennar var ekki
við nögl skorin. Hún lét líknarmál mjög til sín taka og var
virkur þátttakandi í Oddfellowreglunni og meðal stofnenda
Geðverndarfélags Islands og gjaldkeri þess um árabil. Reyndist
þá viðskiptavit og framkvæmdagleði hennar vel.
Áslaug Sívertsen bjó ekkja eftir báða menn sína á Hávalla-
götu 46 í Reykjavík. Hún gat hjálparlítið búið í íbúð sinni þar
til hún var flutt tveimur dögum fyrir andlát sitt á sjúkrahús,
þar sem hún lést 18. febrúar 1992, 94 ára. Hún var alla tíð
heilsuskrokkur, í meðallagi há og samsvaraði sér vel.
Það skyggði á velmegun hennar að hafa ekki eignast börn, en
hinum megin götunnar, gegnt húsi hennar, bjuggu hjón, sem
áttu nokkur börn. Einn sonur þeirra, 4-5 ára, tók að venja
komur sínar til Áslaugar og vildi ekki annars staðar vera. Þessar
heimsóknir sköpuðu sólskinsstundir fyrir Áslaugu og þeim fór
fjölgandi þar til þau Helgi fengu hann fyrir fósturson. Þar ólst
hann síðan upp í eftirlæti og allsnægtum. Þessi myndarlegi
maður heitir Júlíus Vífill Ingvarsson, sonur Ingvars Helgasonar
sem nýlega er látinn og var orðinn einn stærsti bílainnflytjandi
í Reykjavík. Er Júlíus hátt settur í því fyrirtæki og nú orðinn
borgarfulltrúi. Júlíus lærði lögfræði og fór í söngnám til út-
landa og eftir heimkomuna söng hann í á annað hundrað
óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og fslensku óperunni. Ég
heyrði til hans syngja í útvarpið og líkaði rödd hans vel.
Áslaug var frændrækin mjög og hafði mikið samband við
frændur og vini, svo að hjá henni voru gestir flesta daga og oft
margir. Hún frétti af mér, merkilegum manni að eigin sögn, og
172