Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 177
TVEIR FRÁSÖGUÞÆTTIR
að fullnema sig í járnsmíði, en þótti tilbreytingagjarn og flækt-
ist víða og var drykkfelldur mjög. Eftir að hann tók sér fasta
búsetu á Króknum hætti hann fljótlega smíðum og sneri sér að
gestamóttöku og drakk þá gjarnan með gestunum. Kona hans
var Sigríður Eggertsdóttir, Þorvaldssonar frá Skefilsstöðum.
Hún var hálfsystir Gunnars á Selnesi. Sigríður stóð fyrir hótel-
inu og flestu sem að því laut, enda séð og geðrík og kvenskör-
ungur mikill. Það veitti ekki af, því að fyrir kom, að hún þurfti
að skilja vertinn og gesti hans, er í harðbakka sló. Hún tók
einnig að sér að sjá um sjúklinga, er þangað leituðu. Hún var
vinsæl kona, en ekki hef ég trú á að Arni hafi verið það, bæði
vegna þess að um hann voru kveðnar grófar vísur og illt umtal,
sem endaði með því að hann flutti frá öllu sínu landnámi til
Kanada 1905, 78 ára gamall, og dó þar 1910. Með honum fór
kona hans og tveir synir þeirra: Ólafur Theobald, sem
Theobaldshús var við kennt á Króknum. Það var lítill torfbær
og stóð norðaustan við Nikódemusarhús. Sá ég veggjabrot af
þeim bæ, er ég kom á Krókinn 1931. Hinn sonurinn, sem
vestur fór, var Árni Eggert, yngsta barn Árna og Sigríðar. Eftir
urðu hér á landi Ragnheiður Sigríður Birgitta, fædd 2. maí
1879, gift Guðmundi Björnssyni trésmið, og Hjálmar Friðrik,
fæddur 1870, sem alltaf notaði síðara nafnið og var kallaður
Fíi Árna. Honum og Halldóru Árnadóttur konu hans kynntist
ég á Króknum. Hann vann mest við sjómennsku, þó meira
sem landmaður við skyld störf, síðast hjá Pálma á Stöðinni.
Þegar Halldóra dó 1943, fór Fíi til dóttur þeirra, Málfríðar,
sem var kona Kristjáns Kristjánsonar bílakóngs á Akureyri, og
dó á elliheimilinu Skjaldarvík 1958. Þeirra sonur var Friðrik,
sem byggði Fordumboðið á Suðurlandsbraut 2, síðar Hótel
Esju með meiru.
Vesturför Árna og fjölskyldu mun ekki hafa verið flótti frá
Sauðárkróki, heldur hafði Margrét dóttir þeirra, sem var flutt
vestur nokkru áður, boðið þeim til sín í alla dýrðina, sem átti
að vera í Vesturheimi.
175