Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 178
SKAGFIRÐINGABÓK
Hér eru sýnishorn af kveðskap um Árna Árnason ömmu-
bróður minn. Höfundurinn er ókunnur, og má búast við að
vísan hafi verið gerð á drykkjukránni, þá sennilega í gamni:
Höggvum, skerum, hengjum vér og rotum
æru skertan amors hrók,
Árna vert á Sauðárkrók.
Svo er hér ljóð um þá félaga Árna og Hall Ásgrímsson, sem var
landnemi númer tvö á Króknum og fyrsti verslunarmaðurinn
þar. Hann verslaði í svonefndu bjálkahúsi, sem síðan var kola-
verslun og síðast sjóbúð Sigurðar Guðmundssonar í Salnum og
stóð 1931 á kambinum norðan við frystihús Sláturfélags Skag-
firðinga. Stuttu seinna var það rifið, illu heilli. Þeir félagar
þóttu samrýmdir og báðir dýrseldir. Erindið um þá er svona:
Forsetar tveir sem Krókinn krýna,
kúgandi fólk á allan hátt.
Hugsa þeir mest um hagi sína,
hafa jafnaðar saman drátt.
Plokka blóðfjaðrir fátæks manns,
fylgja lögboði andskotans.
Þetta eru stór orð, en eru þó undir passíusálmahætti og lagi.
Erindið var ort 1873 eða 1874, kannski það fyrsta, sem sagt
var í bundnu máli á Króknum og hefur varðveist. Höfund-
urinn var hinn þekkti hagyrðingur þess tíma og löngu síðar
fyrsta bæjarskáld Króksara, Björn Schram, sem þá var vinnu-
maður hjá Pétri á Sjávarborg. Pétur var faðir Jóhönnu gömlu
Borgargerðis, sem var próventukona Árna Daníelssonar á
Borg. Þannig eignaðist Árni Dan kotið.
Þótt Árni Árnason vert hafi verið dýrseldur, veit ég ekki
hvort það hefur verið Sigríði konu hans á móti skapi. Hún
mun hafa verið drjúg að nurla og kunnað betur en Árni að
176