Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 179
TVEIR FRÁSÖGUÞÆTTIR
gæta fengins fjár eftir vísunni að dæma eftir Baldvin Halldórs-
son skálda, sem er svona:
Fjötur slftur harma hún
hlýrri með ásjónu,
þegar lítur reflarún
rönd á bjartri krónu.
Flestar þessar upplýsingar um Árna vert og Sigríði eru frá Ás-
laugu Sívertsen, sem var heimagangur hjá Sigríði föðursystur
minni á Króknum, konu Árna verts Árnasonar.
Síðasta sinn, sem Áslaug bauð okkur hjónum til sín, var á
gamlaárskvöld 1977. Effir að árið var liðið, hóf nýtt ár innreið
sína í veröldina. Þá orti ég tvö erindi um frænku gömlu undir
laginu: „Skín við sólu Skagafjörður“.
Áslaugu Sívertsen við finnum,
sú mun lengi höfð í minnum,
reffileg og rjóð í kinnum,
rausn hjá henni stendur vörð.
Áttatíu ára fer hún,
ennþá höfðingssvipinn ber hún,
af Skíðastaðaættum er hún,
sem áður byggðu Skagafjörð.
Vorið nálgast, vina, bráðum,
verða mun þá nóg af dáðum,
sæludrauma sinntu ráðum,
er sólin slítur klakans bönd.
Orðum þannig eg vil haga,
allan forðast skaltu baga,
lifðu heil um langa daga,
leiði þig jafnan drottins hönd.
12 Skagfirðingabók
Ort klukkan 2:30 á nýársnótt 1978.
177