Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 180
SKAGFIRÐINGABÓK
Loðsilungur
Þegar ég var unglingur í Kálfárdal í Gönguskörðum, kom ég
oft að Álagatjörn, öðru nafni Silungatjörn eða Selhólatjörn í
Selhólalandi. Hún hafði þann seiðmátt, að ég þurfti aðeins að
líta þangað í hvert skipti þegar ég sótti kýrnar á kvöldin, en
þær fóru oft fram á Selhólatún til að sleikja upp þau fáu strá,
sem kindur og hross höfðu skilið þar eftir.
Ég vissi um álög þau er voru á tjörninni, um loðsilung og öf-
ugugga, sem áttu að vera þar og voru einkaeign huldufólks í
nágrenninu, sem sést hafði af skyggnu fólki á bátum við neta-
veiði. Ég gekk oft meðfram tjörninni til að líta eftir silungum,
sérstaklega að sunnan, því þar var malarfjara og útgrunnt.
Loksins kom að því á lognkyrru haustkvöldi, að ég sá kynjaleg-
an silung liggja dauðan í fjöruborðinu á svo grunnu vatni, að
rétt flaut yfir hann. Ekki þótti mér óhætt að snerta hann, því
ég vissi, að slík skepna var baneitruð, jafnvel viðkomu og vís
bani, ef loðsilungur væri étinn. Ég beygði mig alveg niður að
vatnsborðinu til að sjá útlit hans sem best, og það fór ekki milli
mála, að hann var allur kafloðinn með 4-5 mm þéttu hári eins
og pluss, hvítt á lit. Þá tók ég eftir því, sem ég átti ekki von á,
að eyruggarnir sneru beint fram í staðinn fyrir aftur og fann út,
að loðsilungur og öfuguggi væri sami fiskurinn, en átti von á
því, að um tvær tegundir væri að ræða. Eftir þessa uppgötvun
taldi ég víst, að loðsilungurinn væri hrygnan og eftir að hún
hefði hrygnt, væri öfugugginn hængurinn, og hann þyrfti að
bakka að hrognasveppnum til að frjóvga hann með svilvökva
sínum. Þessi branda var um 15-20 cm löng og loðnan bylgjað-
ist lítillega frá vindgárum, sem hreyfðu aðeins vatnið. Þessa
mynd sé ég enn greinilega í huganum eftir 70 ára margbrotna
lífsreynslu.
Svo liðu árin og við leigðum jörðina og bjuggum á Sauðár-
króki. Þá fengum við Kálfárdalinn aftur til að hafa jörðina með
sem kallað var og nytja túnið. Lágum við þar við sumarlangt
178