Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
riði fékk send norðan úr Skagafirði á umræddum framboðs-
mánuðum. Á þeim tíma sem hér um ræðir voru sendibréf sá
miðill sem menn notuðu til þess að koma skoðunum sínum á
framfæri, að undanskildum örfáum fréttablöðum. Ákveðin
málefni, svo sem að kanna stuðning almennings við framboð
til Alþingis, hlaut því að fara fram með bréfaskriftum. Á þann
hátt könnuðu menn viðbrögð sinna nánustu við slíkum hug-
myndum. Frá þeim vildu frambjóðendur fá hlutlaus svör og
um leið voru þeir, sem skrifað var, að kalla mætti nokkurs kon-
ar „njósnarar“ eða „skoðanakannendur“ fyrir þá sem hugðu á
framboð. I endurminningum Indriða frá 1936, sem skráðar
voru af honum sjálfum, minntist hann ekki á þessar hugmynd-
ir sínar. Hugsanlega er ástæðan sú að þær báru ekki árangur.
Síðar átti Indriði eftir að verða þingmaður fyrir Vestmannaeyj-
ar árið 1891.'
I Dalasýslu bauð Indriði sig fram til Alþingis 1883, en beið
lægri hlut fyrir Jakobi Guðmundssyni presti.2 Á sama tíma var
hann með þreifmgar í Skagafirði, eins og fyrr segir. Bréf sem
send voru Indriða í sambandi við framboðsmál hans þar, ná
yfir tímabilið 27. febrúar til 12. mars. Þann 27. febrúar sendi
Eiríkur Eiríksson á Skatastöðum honum bréf og tjáði honum
að sýslunefndin hefði sent áskorun til Gunnlaugs Briem um að
bjóða sig fram, en einnig hefði Skapti Jósepsson sýnt áhuga á
því. Gunnlaugur (1847-1897) var sonur Eggerts Briem, þá-
verandi sýslumanns á Reynistað. Hann hafði verið forráðsmað-
ur fyrir búi föður síns á annan áratug, en síðan stundað versl-
unarstörf í Reykjavík frá 1882. Skapti (1839-1905) hafði ver-
ið verslunarmaður í Grafarósi árið 1872, en síðar, 1874, var
hann settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu. Á þeim tíma sem hér
um ræðir, eða 1883, var hann á Akureyri „... og stundaði þar
málflutning og ritstjórn".3 Síðar í sama bréfi sagði Eiríkur:
„.. .ég get ekki séð annað en það sé verulegt hneyksli í pólitísk-
um skilningi að hafna þér, (þess fyrsta) fslfendings] sem gengið
hefur undir próf í stjórnfræði [hagfræði].“ Síðan lagði Eiríkur
182