Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 186
SKAGFIRÐINGABÓK
Sýslunefndin hjerna er nýbúin að ákveða, að skora á
Gunnlaug Briem í Rvík að bjóða sig fram; og, ef hann
vill verða hjer þingmaður, er hann hættulegastur, því að
hann er hjer kunnugur og kann að koma sér vei við, ef
hann vill, og þar að auki ekki óefnilegur til þess, ef til
vill. - Svo er hjer frammi í firðinum [félag] (meðal
bænda), sem vill koma að einhverjum bónda, sem mjer
er enn ekki fullljóst um, en fjelagið er mjög fjölmennt
og á nóg „agentaV
Indriði fór aldrei norður til þess að kynna hugmyndir sínar um
framboð, þrátt fyrir áskoranir stuðningsmanna sinna heima í
héraði.
Þann 1. maí árið 1883 var alþingiskjörfundur í Skagafjarðar-
sýslu. Aðeins einn frambjóðandi bauð sig fram, Gunnlaugur
Briem. Hann hlaut öll atkvæði kjörfundar eða 121.8 Hvorki
Indriði né Skapti buðu sig fram þrátt fyrir áætlanir um það.
Gunnlaugur var þingmaður fyrir Skagafjarðarsýslu 1883-1885
(2. þingmaður).
Indriði Einarsson varð aldrei þingmaður fyrir Skagfirðinga
þótt hugur hans hafi stefnt í þá átt árið 1883 eins og hér hefnr
komið fram. Löngu síðar, árið 1901, fór Indriði heim á sínar
æskuslóðir í Skagafirði. I endurminningabók Indriða segir:
Ég var kominn heim aftur, undir eins og ég var kominn
yfir fjöllin, og þá hafði ég ekki komið þangað í 29 ár.
Norðlingar bera fjörið og glaðværðina utan á sér. Þar
hefur ekki rignt kynslóð effir kynslóð... klukkan þeirra
gengur af sér allar klukkur í heiminum. Þær hafa líka
sinn hugsunarhátt fyrir sig, og eru í uppreisn á móti sól-
inni. Þegar sólin segir, að nú sé klukkan 12 á hádegi, þá
segir hver óbrotin sveitaklukka þar; „Nei, ég er þrjú.“
... En að Norðlingar skuli gangast undir það að deyja
þrem tímum fýrir örlög fram, það furðar hvern, sem
184