Skagfirðingabók - 01.01.2001, Side 190
SKAGFIRÐIN GABÓK
jafnan sveitarstyrks. En þarna var Guðmundur litli kominn í
hóp leiksystkina, og ekki er annað vitað en hann nyti sama at-
lætis og þau, en skammt undan beið örlagadagurinn.
Strax á unglingsaldri heyrði ég talað um barnshvarfið, varð
forvitinn og spurði, vildi vita meira en fékk lítil svör. Menn
ypptu aðeins öxlum: „O, það var nú ekki mulið undir sveitar-
ómaga í þá daga, ætli hann hafi ekki verið sendur eftir kvía-
ánum og lent í myrkri eða þoku;“ held jafnvel að fæstir hafi
vitað hvort eða hvar hann fannst. Svo var það árið 1953, að ég
keypti Litlu-Brekku og hóf þar búskap, og forvitni mín vakn-
aði á ný. Nú hafði ég sögusviðið daglega fyrir augum, en slóð
þessa litla drengs var löngu máð og ekki auðrakin. I skrá um
látna karlkyns í Hofssókn árið 1861 má þó lesa: „14. ágúst.
Guðmundur Bjarnason niðurseta í Hornbrekku 7 ára“. Og í
dálki fyrir athugasemdir stendur: „hvarf, en fannst ári seinna,
grafinn 18. okt. 1862“. Þarna hefur presti skjátlast um aldur
barnsins, því að í bókum Barðssóknar er fæðingardagur hans
skráður 20. júní 1855. Hann var því aðeins rúmlega 6 ára. I
dómsmálabókum héraðsins er þessa atburðar hvergi getið.
Ekki hefur þótt ástæða til rannsóknar þó sveitarómagi hyrfi.
Meira var ekki að finna í rituðum heimildum um þennan at-
burð.
Eftir að ég hóf búskap í Litlu-Brekku, var næsti nágranni
minn Einar Jóhannsson í Mýrakoti, f. á Höfða 19. apríl 1877,
d. 11. mars 1974. Einar var um margt vel greindur maður,
stálminnugur og sagði vel frá. Hann kom í Mýrakot tveggja
ára og var þar alla tíð síðan. Líklega var það 1922, sem Einar
keypti Hornbrekku og lagði jörðina undir Mýrakot. Oft var
það, ef tíð var góð, að hann kom með kindur sínar á sauðburði
upp á Hornbrekkutúnið og passaði þær þar. Þaðan eru aðeins
um 100 m að Litlu-Brekku. Hann kom því oft og hvíldi sig og
þáði kaffi. Var þá margt spjallað, m.a. spurði ég um litla dreng-
inn, sem hvarf frá Hornbrekku. Þeir atburðir gerðust aðeins
16 árum áður en Einar fæddist og hafa eflaust verið mjög á
188