Skagfirðingabók - 01.01.2001, Síða 194
SKAGFIRÐINGABÓK
húsi, negldir undir hana kjálkar og líkið borið heim. Loks var
ferð þessa unga drengs á enda.
Guðmundur Bjarnason var sem fyrr segir jarðsettur að Hofi
hinn 18. október 1862, og taldi Einar, að jarðarförin hefði
verið fjölmenn.
Þegar ég sit við gluggann minn og horfi yfir fjalllendið ofan
bæjarins, hvarflar hugurinn stundum til þessara atburða og
ýmsar spurningar vakna, sem mér er ljóst að aldrei verður svar-
að svo óyggjandi sé. Fyrsta spurningin yrði þá, hvers vegna
gekk drengurinn burt einn og fyrirvaralaust. Hafði krökkun-
um sinnast eitthvað og þau farið að stríða honum? Hrópað
kannski að honum: „sveitarómagi!, sveitarómagi!, niðursetn-
ingur!“, hann þá gengið burt með augun full af tárum. Lík-
legra er, að þá hefði hann aðeins fundið sér felustað og legið
þar meðan tárin þornuðu og kökkurinn sári fyrir brjóstinu
eyddist. Ekki hugnast mér þessi tilgáta. Börnin voru alin upp
saman frá fæðingu og auk þess hafði Hornbrekkuheimilið
sjálft þegið sveitarstyrk.
Tilgátan um að hann hafi verið sendur í fjallið til að gá að
kindum er þegar afsönnuð með ummælum Einars um leitina.
Líklegast finnst mér, að hann hafi aðeins gengið af stað til að
skoða heiminn. Flestir, sem muna bernsku sína, munu kannast
við þessa löngun að komast jafnvel upp á fjallið og gá hvað sé
hinum megin. Ef við fylgjum þeirri hugmynd eftir má fara
nokkuð nærri um ferðir hans. Hann stendur þá við vallargarð-
inn stóra að bæjarbaki, horfir upp eftir fjallinu. Hvað skyldi
vera hinum megin? Hann teygir sig og finnst hann vera bara
nokkuð stór, síðan gengur hann af stað. Ofan bæjarins í Horn-
brekku eru Fossabrekkurnar, nokkuð breiður, grasgróinn rimi,
sem nær næstum alveg upp að fjallinu. Þar sprettur fram all-
mikið vatn sem rennur nokkuð bratt í fyrstu og mun nafnið af
því dregið. Sunnan við Fossabrekkurnar eru Litlu-Brekkuhól-
arnir, en norðan þeirra Mýrakotshólar sem eflaust hafa áður
heitið Hornbrekkuhólar. Drengurinn gengur upp Fossabrekk-
192