Skagfirðingabók - 01.01.2001, Page 196
ATHUGASEMDIR OG LEIÐRETTINGAR
f 25. hefti Skagfirðingabókar birtist greinin AfmœlishdtíödSauðárkróki 2.-4. júlí
1971, eftir Stefán Magnússon bókbindara. Allar myndir með greininni tók Stefán
Petersen ljósmyndari á Sauðárkróki. Stefán tók einnig myndir á bls. 18, 19, 20,
21, og 25 í grein um Guðjón Sigurðsson bakarameistara, og myndir frá Göngu-
skarðsárvirkjun, bls. 170 og 171. Ljósmyndara er ekki getið og er Stefán beðinn
velvirðingar á því.
ÞORBERGUR ÞORSTEINSSON FRÁ SAUÐÁ
Andrés H. Valberg ritar æviþátt Þorbergs Þorsteinssonar í 26. hefti Skag-
firðingabókar. Þar er birt vísa með tildrögum, bls. 45-46, og eru ummælin
meiðandi fyrir Einar Oddsson sýslumann í Vík, eins og vakin er athygli á í bréfi
til ritstjórnar. Hið raunverulega tilefni vísunnar var, að heimalningur, sem Einar
átti, sótti mjög í blómagarð frúar nokkurrar í Vík. Þetta olli bæði Einari og
frúnni þónokkrum erfiðleikum. Það er því fráleitt að nota vísuna til að gefa í skyn
að Einar hafi verið óvandvirkur í embættisstörfum sínum og jafnvel ósanngjarn
við menn. Þetta er réttmæt athugasemd og er beðist velvirðingar á því að
ummælin og vísan skyldu birt.
Á FJÖLUNUM AUSTAN FJARÐAR
AF MAGNÚSI LÆKNIJÓHANNSSYNI OG MANNLÍFI í ÓSUNUM
Þau mistök urðu við prentun 26. heftis Skagfirðingabókar, að niður féll heimilda-
skrá við ritgerð Kristmundar Bjarnasonar, Á fjölunum austan fjarðar. Af Magnúsi
lœkni Jóhannssyni og mannlífi í Ósunum. Heimildaskráin birtist hér á eftir, og eru
lesendur og höfúndur beðnir velvirðingar. Ritstj
Prentuð rit:
Björn Magnússon: Ættir Síðupresta. Reykjavík 1960.
Heilbrigðisskýrslur. Reykjavík 1911—1920.
Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla II. Skólalíftð íLærða skólanum. Rvík 1978.
Kristmundur Bjarnason: Saga Dalvíkttr I. Akureyri 1978.
---Saga Sauðdrkróks I—II. Akureyri 1969, 1971.
194