Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 3
r
3. HEFTI — 1968
Ritstjórar: Ármann Halldórsson Eiðum og Sigurður Ó. Pálsson
Borgarfirði.
Afgreiðslumaður : Björn Sveinsson Selási 31 Egilsstaðakauptúni.
Aðrir í stjórn : Benedikt Björnsson Búðum Fáskrúðsfirði, jón
Björnsson Egilsstaðakauptúni, Helgi Gíslason Helgafelli Fellum,
Skjöldur Eiríksson Skjöldólfsstöðum.
Útgefandi : Sögufélag Austurlands.
Nesprent Neskaupstað.
Eliki verður sagt með sanni að mikill sé krafturinn í starfi
Sögufélagsins enn sem komið er, stjórn þess fremur lin í sókn-
um, og Austfirðingar virðast ekki beinlínis sækjast eftir að
komast í félagsskapinn, enda kannske ekki von, áróðursstarf-
semin af okkar hálfu ákaflega fyrirferðarlítil, og það er svo
margt félagið nú á dögum, virðast öliu fleiri en menn hafi
lyst á.
Útgáfu Múlaþings hefir þó verið haldið áfram eins og til
stóð í öndverðu og yfirleitt verið vel tekið. Furðumargir höf-
undar hafa í það ritað, 18 höfundar í fyrsta heftið, 20 í ann-
að og líklega 19 í þriðja. Alls verða þetta 46 höfundar, en 11
hafa ritað í tvö hefti eða ö!l. Ritið stendur sæmilega undir sér
fjárhagslega með styrkjum frá Múlasýslum og bæjarfélögum
- sem við þökkum — og greiðslum fyrir auglýsingar — sem
við þökkum líka, en engin hafa. verið greidd ritlaun og ekki
heldur ritstjórn að heitið geti. Þrátt fyrir það að efni hefir
ekki verið greitt er ekki fyrirsjáanleg efnisþurrð, því að nú
bíður þó nokkuð fjórða heftis og vís von á ýmsu innan tíðar.
Á stjórnarfundi í sumar var nokkuð rætt um örnefnamálið
sem minnzt var á í smágrein í öðru hefti. Fyrsta skrefið verð-
ur að vélrita safn Stefáns Einarssonar og fleiri örnefnasöfn
austfirzk sem eru í vörzlu örnefnadeildar Þjóðminjasafnsins.