Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Blaðsíða 4
2
MÚLAÞING
Félagið hefir ekki fjárhagslegt bolmagn til að fá þetta gert
í einni lotu, en hefir þó varið dálítilli fjárhæð þegar í þessu
skyni, og eru væntanleg bráðlega örnefni á allmörgum jörð-
um í okkar hendur. Þessu verki þarf umfram allt að halda
áfram; á því er menningarleg nauðsyn sem flestum ætti að
vera ljós. Örnefni á eyðibýlum falla í gleymsku fyrr en varir,
og við ábúendaskipti er alltaf hætt við að örnefni gleymist.
Takmarkið ætti að vera að hafa aðgengilegt safn og glöggt í
hverju byggðarlagi. Til þess að svo megi verða þarf að koma
ákveðnu formi á skrárnar, bera saman við kennileiti og koma
svo öllu út fjölrituðu, svo að örnefnaskrárnar geti orðið að
tiltæku gagni í höndum þeirra sem þurfa að nota þær annað-
hvort til að átta sig í nýju umhverfi eða kynna sér af öðrum
sökum. Að þessu ætti að stefna og má því gera ráð fyrir að
Sögufélagið leiti til ýmissa aðila, svo sem sveitarfélaga, eftir
styrk í þessu skyni. — Á. H.
EFNI SEM BÍÐUR BIRTINGAR i
Sigurbjörn Snjólfsson: Á vagnöld, frásagnir um flutninga á
hestvögnum frá Reyðarfirði til Héraðs.
Sami: Kafald á Fjarðarheiði, ferðasaga.
Séra Sverrir Haraldsson: Steinkudys, kvæði.
Jörgen E. Kjerulf: Séð yfir Fljótsdalinn, kvæði.
Sig. Vilhjálmsson: Hérað:völd í Múlaþingi á 14. og 15. öld.
Eiríkur Sigurðsson: Austfirzk alþýðuskáld; Halldór Halldórs-
son og Antoníus Sigurðsson.
Óli Guðbrandsson: Brauðamat í Múlaþingi 1854.
Dr. Richard Beck prófessor: Hallur Engilbert Magnússon —
forystumaður í vestur-íslenzkum þjóðræknismálum.
Hallur E. Magnúss.: Æviþáttur, æskuár á Seyðisfirði og víðar.
Haildór Pétursson: Afmæliskveðja til Friðfinns Runólfssonar.
Björn Halldórsson: Sendibréf frá 1873, skýringar og ævi-
ágrip Á. H.
Rósa Gísladóttir: Það fennir í sporin, um hjónin í Gautavík
sem fórust 1792, og afkomendur þeirra. t
Dr. Stefán Einarsson: Ritgerð um Austfirðingasögur.
Bóas S. Eydal: Á tundurduflaveiðum.
Ármann Halldórsson: „Mótorbátsfélagið Lagarfljótsormurinn".
Og þá er grein eftir Matthías Eggertsson um mál og staf-
setningu, einkum setu, andsvar við klausu í fyrsta hefti
Múlaþings bls. 61. Greinin kom of seint til birtingar nú,
en ekki var það sök höfundar.