Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 7
MÚLAÞING
5
og óráðþæginn. Er honum lýst ekki ólíkt því, sem í fornum
sögum er sagt um uppvaxandi menn, sem lögði-.st í öskustó.
Þeir munu hafa átt lítt skap saman feðgar, sem og líklegt
var, Ólafur eljumaður, en Stefán tregur til vinnunnar.
Um tvítugsaldur mun Stefán hafa skilið við heimilið og
æskustöðvarnar og leitað sér vistar. Hefur ekki tekizt að rekja
feril hans, en sagt er, að hann hafi verið laus í vistum og
mest á faraldsfæti, hafi ekki verið óvelkominn gestur, léttur
til máls og kunni frá mörgu að segja.
Það segir næst af Stefáni, að vorið 1813 er hann vinnumað-
ur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal hjá Eiríki Sigurðssyni, kunnum
af sögnum af viðureign við út:legumenn, og Önnu Guðmunds-
dóttur. Þau áttu eina dóttur barna, Guðrúnu að nafni, 9 ára
gamla.
Eiríkur dó á öðru ári eftir að Stefán kom að Aðalbóli af
afleið'ngum byltu af hestbaki, en Anna hélt áfram búskapn-
um, og brátt verður Stefán ráðsmaður á búinu. I manntalsbók
Valþjófsstaðar 1816 er hann nefndur ,,ráðgjafi“. Má vera, að
í þeirri óvenjulegu nafnbót eigi að felast dulin merking.
Það er í sögnum, að kært hafi verið orðið með Önnu og
Stefáni, áður en Eiríkur dó. En hvað sem um það hefur verið,
er víst, að brátt varð kært með þeim eftir dauða hans.
Svo er að sjá, sem bústjórn Stefáns hafi ekki reynzt hald-
kvæm og ekki vinsæll samdráttur þe:rra Önnu meðal ætt-
ingja hennar og venzlamanna. Nokkuð er það, að eftir tveggja
ára ráðgjafartíð Stefáns kemur að Aðalbóli Jón Pétursson frá
Hákonarstöðum, nákominn ættingi Önnu, og tekur við ráðs-
mennskunni af Stefáni. Er líkast að Jón hafi átt að koma
Stefáni burt til að slíta samvistir þeirra Önnu. Svo mikið er
víst, að Stefán fór frá Aðalbóli þegar næsta vor.
Prestar voru á þessum tíma hlutsamir um nána sambúð
óg:ftra persóna, töldu hana hneykslanlega bæði fyrir guði
og mönnum. Má vera að presturinn á Valþjófsstað, Vigfús
Ormsson, hafi eitthvað hlutazt til um að koma fram aðskiln-
aði þeirra Önnu og Stefáns.
Af Önnu er það að segja, að hún undi ekki á Aðalbóli eftir