Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 8
6
MÚLAÞING
burtför Stefáns. Næsta vor leysir hún upp þaðan, skilur við
staðfestu sína, jörð og bú og æskustöðvar og fer til Húsa-
víkur. Þar hittast þau Stefán aftur og giftast 10. júlí um
sumarið. Stefán hefur fengið þar ábúð með föður sínum.
Ekki varð staðfesta þeirra í Húsavík lengri en til næsta
vors. Þau fengu þá til ábúðar jörðina Litlu-Breiðuvík, sem
oftast er nefnd aðeins Lit’avík. Mun jörðin þá hafa verið í
eign eða umráðum Ölafs föður Stefáns.
Það er í sögnum, að lítt hafi þeim farnazt búskapurinn i
Litluvík, og kennt um leti Stefáns og framtaksleysi. Er það
að líkum, eftir því sem frá honum hefur verið sagt. Er nú
viðburðalaust á ferli þeirra um sinn.
En nú bar svo til haustið 1825, að Stefán kemur að Klypps-
stað að sækja prestinn, Guðmund Erlendsson, til að skíra ný-
fætt barn í Litluvík. Taldi prestur sjálfgefið, að það væri
barn hjónanna, Anna var aðeins rúmlega fertug og því engin
ólíkindi á því, að hún ætti barnið. Við skírnina spurði hann
heldur ekki um foreldri barnsins, og skírnarvottarnir, tveir
nágrannabændur frá Breiðuvík, ályktuðu sem presturinn, að
þetta væri barn hjónanna. Þetta var meybarn og var skírt
Þórunn Björg. Brátt eftir skírnina dó barnið.
Heimilisfólk í Litluvík, auk hjónanna, voru tveir kvenmenn
og hétu Guðrún. báðar, önnur á unglingsaldri, dóttir Þor-
steins bónda í Gei^avík í Borgarf'rði, hin Halldórsdóttir á
• f
fertugsaldri.
Brátt eftir skírnina kom upp sá kvittur, að Anna hefði ekki
verið móðir barns'ns, heldur Guðrún Þorsteinsdóttir frá
Geitavík. Kom þá Þorsteinn faðir hennar í fylgd með Hjör-
leifi sterka Árnasyni og sótti stúlkuna. Mun sannleikurinn um
móðernið þá hafa orðið augljós.
Þetta mál var kært fyrir Páli Melsted sýslumanni á Ketils-
stöðum. Við réttarrannsókn á Desjarmýrarþingi haustið eftir
fékkst játning allra aðila, að Guðrún hafi fætt barnið, en ekki
Anna. Þegar svo var komið, vildi Stefán ekki kannast við fað-
ernið. Ekki var þó gengizt eftir sönnuh um faðernið.
Dómur í málinu var kveðinn upp á Ketilsstöðum u. þ. b.