Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 11
MÚLAÞING
9
Þræð'r örlagavoðarinnar hafa ofizt þannig:
Rótieysi í fari Stefáns leiðir hann frá æskustöðvunum á veg
giftrar konu og síðar ekkju, sem býr búi sínu í fögrum dal
langt til heiða. Þau fella hugi saman, og er misferli eða mein-
bugir þykja á sambúð þeirra og hann verður að víkja burt,
leysir hún upp búskap sinn, yfirgefur frændlið og ættarslóð
t:l þess að fylgja honum á ófarinni og óvissri ævibraut. Þau
festa með sér hjúskap og hokra meir en áratug á smábýli
við sjó, flosna þaðan upp og búa sér staðfestu í óbyggðum
öræfadai. Þar rofna tryggðaböndin. Konan leitar aftur til
stöðva sinna og skylduliðs í dalnum fagra, en bóndinn fer á
eins konar vergang, þar til er þrýtur æviskeið.
Óræð er örlagabraut.
VIÐ AUKI
1. Lýsing Sigfúsar Sigfússonar.
Stefán sterki Ólafsson var jötunmenni að afli og vexti,
stórbeinóttur í ásýnd og útlimum, vöðvamikill, hálsdigur og
herðamikill, lotinn í hálsi, blóðríkur, brúnamikill og svipþung-
ur, greindarlegur og vel skýr í máli, 6 feta hár, en ieyndi
hæðinni vegna gildleikans; ekki ófríður, þýður oft í viðmóti,
orðvar reiður (jafnt) sem óreiður, latur til verka, blendinn
og viðsjáll, minnugur, fróður, skemmtimaður, hneigður til
lækninga, drjúgur af sér og virðingagjarn. (SS.X/211).
2. Lýsilig Sigmundar M. Longs.
Veturinn 1851 sá ég Stefán (hann er þá hálfáttræður).
Hann var stór maður, hár og þrekinn og var í stórum skósíð-
um bjálfa úr sauðskinnum, sneri ullin inn. Ógjörla sást í
andjit honum, en ærið sýndist mér hann ferlegur á velli.
Þetta var í Mýnes', og Stefán bað um fylgd milli bæja. Tveim
árum síðar sá ég hann í Hnefilsdal. Hann sagði þar sögur.
Það sama ár dó hann.