Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 12
Halldór Stefánsson:
Ævíþdttur Þersteins Hinrihssonar 09
Ólafar Hihuldsdóttur, Viiidol
Örlögin sp'nna þræðina í voð lífsins á undarlegan og tilvilj-
unarkenndan hátt, oft að því er virðist, en öll lýtur samt til-
veran lögmáli orsaka og afleiðinga. Enginn veit þó sína ævina
fyrr en öll er.
Manntaisár ð 1846 voru til heimilis á Melrakkanesi í Álfta-
firði syðra maður að nafni Þorsteinn Hinriksson og kona að
nafni Ólöf Nikulásdóttir. Þorsteinn var þar vinnumaður en
Ólöf húskona, eða í sjálfsmennsku, sem kallað var. Þau hafa
þar á framfæri sínu son sinn u. þ. b. tveggja ára, Sigurð fað
nafni.
Þorsteinn var á þessum tíma hálffimmtugur að aldri, fædd-
ur að Hafursá í Skógum laust eftir aldamótin, sonur Hinriks
iskyggna bónda þar Hinrikssonar. Hann hafði frá því er hann
komst til þroskaaldurs verið á vistum hér og þar um ættar-
hérað sitt. En vorið 1843 hafði hann stigið venju fremur langt
til og vistað sig að Berunesi við Berufjörð. Hvað til þess hef-
ur dregið er ekki kunnugt.
Ólöf var ættuð sunnan af Síðu og var fimm árum yngri en
Þorsrceinn. Æviferill hennar hafði verið með líkum hætti og
Þorsteins fram yfir tvítugsaldur. Og árið 1828 er hún komin
austur i Hálsþinghá og giftist það ár Sigurði bónda Jónssyni
í Kambshjáleigu, ekkjumanni með þrjú börn af fyrra hjóna-
bandi; .koma 'þau ekki hér við sögu. Ólöf er þá 23 ára, ^en
Sigurður 20 árum eldri.
Eftir 11 ára búskap og sambúð þarna í Kambshjáleigu lézt
Sigurður 31. marz 1839. Þau hafa þá átt 3 börn, sem við sögu
koma, Nikulás 10 ára, Guðnýju 8 ára og Halldóru 5 ára.
Lítil munu hafa verið efni þeirra Kambshjáleiguhjóna.