Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 13
MÚLAÞING
11
Leystist upp búskapurinn næsta vor. Ölöf fór með Nikulás á
vistt upp í Skriðdal, en dæturnar fóru í aðra staði nær. Ári
síðar fer Ölöf í vist að Berunesi og er þar fyrir, þegar \Þor-
steinn réðst þangað.
Fellt hafa þau brátt hugi saman Þorsteinn og Ólöf. Haust-
ið 1844 18. sept. fæðist þeim sonur, sem gefið var nafn hins
látna eiginmanns Ólafar.
Vorið 1845 flytjast þau svo að Melrakkanesi með Sigurð
son sinn, þangað sem vér höfðum hitt þau í upphafi þessarar
frásagnar.
Svo er að sjá, sem með þeim Ölöfu og Þorsteini hafi /Verið
komnar á fullar hjúskapartryggðir, þótt ekki stofnuðu þau
til hefðbundins hjúskapar, því að 1. febrúar árið 1847 fæðist
þeim annar sonur, sem skírður var Þorsteinn.
Nú er farinn að þyngjast fóturinn fyrir foreldrunum í þeirri
aðstöðu, se.m þeim hafði búizt. Þörf var orðin á að leita úr-
ræða og annarrar aðstöðu til framfæris sér og sonunum
tveimur.
Jarðnæði mun ekk: hafa legið á lausu. En til vesturáttar,
í óbyggð, að baki Hofsjökuls eystra, var skrúðgróinn, byggi-
legur dalur, dalur ævintýra og kunnrar byggðar reikunar-
rnanna, sem ekki höfðu getað fengið staðfestu í byggðum
sveitum. Þetta var Víðidalur, milli undirhlíða Hofsjökuls og
Kollumúla. Þjóðsögn lifði um það, að þar hefðu fundið sér
fylgsni og bólfestu systkini frá Víðivallagerði, sem sek voru
tai\n um blóðskömm og því útlagar og ólífismenn að [lands-
lögum. Og þar höfðu fyrir nokkrum árum byggt sér bæ og
búið (1834—1840) hálfgerðir útlagar, Stefán sterki Ólafsson
frá Húsavík og kona hans, Anna Guðmundsdóttir frá Aðal-
bóli. Þau 'höfðu ekki getað fundið sér, eða fengið, staðfestu
í byggðum sveitum. Bær þeirra var enn uppistandandi og
byggilegur með lítilli aðgerð.
Líkt þessu má ætla að hugsað hafi hin óvígðu hjón á Mei-
rakkanesi með sveinana tvo á framfæri.
Nokkuð er það, að þegar tekið var manntal i Hofssókn í
árslokin 1847, finnast þau þar ekki Þorsteinn og Ólöf með