Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 16
14
MÚLAÞING
ár'n eftir björgunina í Víðidal var hún í vistum í Álftafirði.
Upp frá því var hún að mestu á vegum dætra sinna, er báð-
ar giftust bændum á Berufjarðarströnd, Guðný Eiríki Páls-
syni á Grundarstckk, Halldóra Ólafi Árnasyni á Karlsstöðum.
Ólöf lézt á Grundarstekk nær sextug að aldri, 6. október
1865. Kirkjubókin seg r, að banamein hennar hafi verið holds-
veiki.
Dapurlegust munu henni þá e. t. v. hafa orðið síðustu
æviárin.
1. 12. 1953.
BÁTAVÍSA
Vísan sem hér fer á eftir, er eftir Sigurð Ófeigsson bónda
á Suðurhól í Nesjahreppi, ort árið 1919. Bátarnir voru gerðir
út frá Hornafirði nefnt ár.
Friðþjófur, Fram og Kraki,
Freyja og Svanurinn,
Bergþóra, Baldur, Haki,
bráðfljótur Þorskurinn.
Skiptingur elur skelli,
Skúli og Mávurinn.
Heim, Sleipnir hlés um velli,
Hafalda, Gandurinn.
Bátarnir voru frá þessum stöðum: Friðþjófur, Fram,
Freyja, Svanur, Bergþóra, Mávurinn og Heim, allir frá Eski-
firði, Kraki, Haki, Skiptingur, Skúli, Sleipnir og Hafalda frá
Norðfirði, Baldur og Þorskurinn, sem var mjög hæggengur og
varla sjófær, frá Hornafirði og Gandur(inn) frá Mjóafirði.
Óneitanlega er meiri fiölbreytni í þessum nafngiftum en
þe;m sem nú tíðkast, er bátar og aðrir farkostir lofts og lag-
ar eru skírðir fullum nöfnum karla og kvenna, synir og dætur.
(Frá Valgeir Vilhjá;mssyni kennara á Djúpavogi).