Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 18
16
MÚLAÞING
saga, ekki barátta við frost, snjó og fárviðri, sem gerir imér
hana minnisstæða. Þvert á móti var tíðin einmunagóð og
hafði verið svo undanfarið, og veðrið sem við fengum í ferð-
inni, eins gott og það getur bezt og blíðast verið í mildri
suðvestanátt á Austurlandi.
Á fyrsta og öðrum tug aldarinnar verzluðu flestir Héraðs-
búa á .Seyðiisfirði. Þá höfðu nokkru áður verið miklir upp-
gangstímar í firðinum. Blómlegt athafnalíf var þar um skeið.
Síldin kom og lagð'st upp að Austurlandi og fyllti hvern fjörð,
vík og vog. Norðmenn komu með sína veiðitækni og veiddu
ógrynni síldar á þeirra tíma mælikvarða, og aðalbækistöð
þeirra var á Seyð'sfirði. Kringum síldveiðarnar skapaðist
geysimikil atvinna, og almenn ve.lmegun varð ríkjandi. Eimdi
lengi eftir af þessum velgengnisárum á Seyðisfirði. Þar var
talsverð útgerð og fiskverkun, eftir að síldveiðarnar hættu.
Svo var þar mikil verzlun við Héraðið og nálæga firði.
Um tvær leiðir var að ræða milli Seyðisfjarðar og Héraðs,
um Fjarðarhe'ði eða Vestdalsheiði. Liggur sú síðarnefnda
utar yfir fjallgarðinn; lá því betur við fyrir Othéraðsmenn
að fara þá leið. En Upphéraðsmenn fóru aftur á móti Fjarð-
arheiði.
En hverfum þá til vorsins 1908. Ég var þá nýlega orðinn
17 ára. É|g fór þá til Seyðisfjarðar með ull okkar feðga. Var
það víst fyrsta kaupstaðarferðin, sem ég fór sem fullgildur
lestamaður. Ég hafði litla lest, tvo hesta undir burði að mig
minnir, og var það víst við hæfi, því að lestamaðurinn var
ekki nrkill garpur. Ekki þurfti að kvíða því að fá ekki sam-
fylgd, eins og síðar kom í ljós. Var nú haldið af stað, þg
gekk ferðin til Seyðisfjarðar vel og tíðindalaust.
Miikil ös var í verzlunum á Seyðisfirði þessa dagana. Ég
lenti í félagsskap við nokkra nágranna mína og sveitunga.
Við vorum í tvo daga ,,í neðra“ að ljúka erindum okkar. Að
kvöldi annars dags ákváðum við Tungumenn, sem samflot
höfðum, að „leggja upp“, eins og það var kallað. Menn sæld-
ust gjarnan til þess að leggja upp undir nóttina, þegar góð