Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 19
MÚLAÞING
17
var tíð, eins og nú var. Þá var svalara fyrir hestana og minna
í vötnum. Sóttu menn nú hesta sína, lögðu á þá reiðfæri og
höfðu allt til reiðu. Nokkrir bændur úr Hjaltastaðaþinghá
voru liika að búast til brottferðar. Talaðist svo til, að þeir
yrðu okkur samferða. Élg er nú búinn að gleyma, hve marg-
ir ;menn voru í förinni, en klyfjahestar voru 34, allir með
fullkominn burð, sem nrðaðist við 100 kg. Tala áburðarhest-
anna er mér hins vegar í Ijósu minni, af því sem síðar gerð-
ist. I hópi okkar Tungumanna voru tveir rnenn, sem ekki
höfðu klyfjahesta um að hugsa, enda lausamenn báðir. Get
ég þeirra hér, vegna þess að þeir koma báðir við sögu á
heimleiðinni.
Nú átti ekkert að vera að vanbúnaði. Bjuggust menn til að
hefja klyfjar til klakks. En þá fóru einhverjir að impra á
því, að þeir mundu eiga eftir að Ijúka einhverjum smáerind-
um. Tóku ýmsir undir þetta. Leit hslzt út fyr;r, að fresta
yrði brottförinni um sinn. En þá stakk einhver hugkvæmur
náungi upp á því, að ef einhverj;r tveir væru tilbúnir að fara,
létu þeir lestina iötra á undan sér upp undir Hrútahjallann,
seim er fyrsta brekkan, er fyrir verður, þegar farið er til
Héraðs. Þetta þótti góð tillaga og leJt mjög meinleysislega út,
og enda samþykkt í einu hljóði. Þá gáfum við okkur fram
tveir, ég og annar piltur frá næsta bæ við mig. Vorum við
jafnaldrar, höfðum leng’ þekkzt og vorum góðir kunningjar.
Við gáfum kost á að fara, ef við fengjum einn enn til að fara
með okkur. Gaf sig þá fram annar lausamaðurinn og sagðist
skyldu fara með strákunum. Var nú ekki beðið boðanna, snar-
að upp á hestana, lagðir upp á þe:m taumarnir; runnu þeir
af stað einn á fætur öðrum. Þurfti ekki að vísa þeim veginn.
Heim skyldi haldið, og leiðma sem þangað lá, rötuðu þeir.
Stigum við síðan á reiðskjóta okkar og héldum á eftir lest-
inni efÞ'r rækilega ítrekun til þeirra, sem eftir urðu, að ná
okkur sem fyrst. Ber nú ekki neitt til tíðinda. Hestarnir
ganga þétt sa.man og mynda samfellda halarófu, sem var
býsna löng, 34 hestar í einni lest.
Veðrið var dásamlegt þetta kvöld. Léttur suðvestanandvari