Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 20
18
MÚLAÞING
ýfði aðeins yfirborð hins bládjúpa, fallega fjarðar. Himinn-
inn nær því heiður. Einstaka róðsrauðar skýjaslæður litaðar
af skini hnígandi sólar köstuðu gullnum bjarma yfir láð og
lög. Kom mér þá í hug, er ég lötraði þarna á eftir lestinni og
virti fyrir mér þessa fögru útsýn, kvæði eftir Guðmund Guð-
mundsson, sem hann kallaði Seyðisfjörður. Það hafð; þá
borizt austur, og kunnu það margir Seyðfirðingar. Mætti vel
vera, að við skáldinu hafi blasað sv:puð mynd og okkur
sveitapiltunum þremur þetta umrædda kvö’.d. Ein vísan i
kvæðinu er svona:
Um lognblíð kvöld yfir iygnan vog
ljósgára skuggar falla
og titra við örveikt öldusog
í örmunum hárra fjalla.
Og Glóey horfir um hnúk og strönd
með hýrasta sumaryndi,
og yfir bæinn með b’.ys í hönd
hún biessar af Strandatindi.
En snúum okkur frá rómantík og að raunveruleikanum.
Áfram þokaðist lest’n upp á Hrútahjallann, og síðan beygðum
við upp í Vestdalinn, sem er stuttur dalur er liggur upp að
Vestdalsheiðinni og hún dregur nafn af. Þegar norður af
hjallanum kemur, hverfur útsýn til bæjarins. Við litum til
baka, áður en bærinn hvarf sýnum, til að vita hvort nokkuð
sæist til félaganna, en svo var ekki. Við bjuggumst að vísu
ekki við, að þeir mundu koma strax á hæla okkur. Við þótt-
umst vita nokkurn veginn ástæðuna fyrir töfinni, sumir þurftu
að bæta á ferðapelann, aðrir gátu vel vitað, að lestina bæri
eitthvað undan í byrjun ferðar. Þeir höfðu þá frjálsar hend-
ur um stund.
Við héldum nú sem leið lá inn Vestdalinn, þangað sem hin-
ar svonefndu Vestdalsbrekkur byrja, en þær eru aðalaðdrag-
andi heiðarinnar. Eru sumar þeirra brattar og háar og erfitt
fyrir klyfjahesta að feta sig þar upp eftir ósléttum og holótt-
um vegi. Ég gæti trúað, að þessar brekkur væru ekki færri