Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 22
20
MÚLAÞIN G
sofnaður. Og þótt við reyndum aílt hvað við gátum að vekja
hann, varð það árangurslaust. Fylgdarmaður okkar sagði, að
ég yrði að fara á eftir lestinni, félagar okkar hlytu að koma
þá og þegar. Sjálfur sagðist hann verða eftir hjá félaga okk-
ar, það væri ekki hægt að skdja hann eftir í þessu ásigkomu-
lagi.
Nú voru hestarnir komnir langieiðina upp Vatnsbrekkuna,
og tekur þá sjálf heiðin við. Á brekkubrúnmni stendur dálítill
klettur sérstakur og nefnist Vatnsklettur; dregur hann nafn
af vatni einu ekki alllitlu, sem liggur á heiðmni. Eru þar
vatnaskil milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Falla fyrstu drög
Vestdalsár til austurs úr vatninu, en fyrstu drög Gilsárdalsár
til vesturs úr því. Er það mik.lu vatnsmeiri á, því að margar
þverár falla í hana frá báðum hliðum og dalurinn langur.
Geta þessar þverár orðið ófærar í rigningartíð á sumrum eða
leysingum á vorin. Vestda’sheiðarleiðin getur stundum orðið
ófær vegna þessa og menn orðið að fara inn á Fjarðarheiði.
Var það slæmur krókur fyrir Úthéraðsmenn. Vestan undir
áðurnefndum kletti eða milli hans og vatnsms er svolítið slétt
svæði, sem leiðin liggur um. Á þessum slétta bletti var það
ætíð venja lestamanna að stanza og laga á hestunum, ef eitt-
hvað hafði farið afleiðis upp brekkurnar, eins og oft vildi
henda. Sérstaklega þurfti nú að gyrða, fast afturgjarðir, ann-
ars vildi steypast fram af hestunum, því að nú fór að verða
frekar undanhallt.
Jæja, þá var ég nú orðinn einn með 34 hesta í lest, óharðn-
aður unglingur vart baggatækur, og svo óheppilega vildi til,
að nú var ég einmitt að nálgast þann stað, þar sem í rauninni
útheimti bæði þrek og snarræði til að framkvæma þá hluti,
sem voru forsenda þess, að ferðin yfir fjallið gengi vel og
áfallalaust.
Það hafði orðið dálítil töf v;ð að stumra yfir piltinum, svo
að fyrstu hestarnir voru komnir ofarlega í brekkuna, þegar
ég nálgaðist lestina. Mér var það strax ljóst, að ég yrði að
komast fram fyrir fyrstu hestana, áður en þeir næðu brekku-
brúninni, ef ég ætlaði að hugsa til að laga eitthvað og herða