Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 24
22
MÚLAÞING
hver á eftir öðrum. Þarna var því allgóð aðstaða fyrir m'g að
handsama þá, um leið og þeir kæmu niður á hjallann. Nú
hljóp ég fram fyrir lestina og var tilbúinn að taka á móti
fyrstu hestunum. Reif ég lausa taumana og batt saman 3—4
hesta í hóp. Nú þyrptust hestarnir niður á hjallann örar en
ég gæti handsamað þá. Margir hestar höfðu það til siðs, þeg-
ar þeir fóru að þreytast, að leggjast og reyna að velta af sér
klyfjunum, sérstaklega ef einhver stanz varð. Þetta gerðu
nokkrir hestar þarna á hjallanum, fékk ég því meira ráðrúm
til að losa taumana og tjasla hestana saman í smáhópa. Er
nú ekki að orðlengja, að mér tókst að stöðva lestina þarna
á hjallanum og dreifa hópunum, svo að þeir næðu ekki að
flækja sig saman. Þurfti ég nú ekki lengur að vera hræddur
um að missa þá frá mér. Þessu næst sneri ég mér að því að
losa hestana v'ð klyfjarnar. Var það tiltölulega auðveit, því
að rnargir hestanna höfðu lagzt og velt annarri klyfinni af
klakknum, stóðu svq upp með hina klyfina, og þá snaraðist
reiðingurinn um hrygg, og seinni klyfin losnaði líka af. Var
hesturinn þá laus við klyfjarnar, en reiðfærið hangandi í ann-
arri hlið'nni eða undir kvið. Voru margir hestar býsna lagmr
við að beita þessari aðferð. Á leiðinni ofan brekkuna hafði
steypzt fram af tveimur hestum. Lágu re:ðingar og klyfjar
þar með stuttu millibili.
Ég fékk nú loks tóm til að blása mæðinni og hvíla mig,
var það og vel þegið, því að auk líkamlegs erfiðis var þetta
talsverð andleg áreynsla fyrir mig, meðan tvísýnt var, hvort ég
mundi vinna leikinn. Éig fór nú að virða fyrir mér valinn, og
þar gaf sannarlega á að líta. Ég er alveg viss um, að enginn
hefur nokkru sinni séð aðra eins útreið á nokkurri áburðar-
hestalest. Hestarnir bundnir saman í smáhópa hér og þar.
Reiðfærin auðvitað öll í ólagi, og sumir hestar kannski búnir
að losa sig við allt draslið. Klyfjarnar á víð og dreif, kannski
ein og ein í stað. Það gat líka hent að sjá reiðfæri liggjandi,
klyfbera á einum stað og dýnu á öðrum. Éig hef stundum
hugsað um það síðan, að gaman hefði verið að eiga góða
mynd af athafnasvæðinu og þessu, sem ég hef verið að lýsa,