Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 25
MOLAÞING
§3
þarna á hjallanum milli Gunnubrekku og Merargils, en svo
heita brekkurnar ofan og neðan við margnefndan hjalla, að
maður tali ekki um kvikmynd, sem vel hefði mátt taka af Urrt-
ræddu amstri mínu með nútíma tækni.
Ég fór nú að reyna að koma skipulagi á farangurinn, draga
saman þær klyfjar, sem ég áleit að saman ættu, tína saman
ábagga, iaga á hestum og leggja á þá. Nú var liðið langt á
nóttu. Hefðum við átt að vera komnir langleiðina yfir fjallið,
ef allt hefði verið með felldu. Veðurblíðan var enn hin sama.
Gylltir skýjateinar, sem bar við fjallabrúnir í norðausturátt
gáfu til kynna, að ,,hin rósfingraða morgungyðja" væri þegar
farin að senda logate’na sína upp á himininn og yfir láð og
lög. Úr hafði ég ekki, hafði aldrei eignazt það, svo að ég vissi
ekki nákvæmlega hvað tímanum ieið. Nú var ég staðráðinn
í að bíða eftir félögum mínum, átti heldur ekki annarra kosta
völ og var hinn rólegasti. É)g var að vísu sár og reiður við
ferðafélagana yfirle'tt fyrir hegðun þeirra og háttalag, fyrst
að koma af sér lestinni með brögðum og eyða siðan miklum
hluta nætur í drykkju og drabb. En mest sárnaði mér við fé-
lagann, sem var fenginn okkur strákunum til halds og trausts,
að hann skyldi ekki hafa v't fyrir sér og okkur, hvað vínið
áhrærði. Ef hann hefði ekki verið með, hefðum við strákarnir
sennilega komið lest'nni yfir fjailið.
Nú sem ég er í þessum hugleiðingum, birtist allt í einu mað-
ur á brekkubrúninni, og fór sá mikinn. Er þar kominn einn af
ferðafélögunum, stórbóndi úr Hjaltastaðaþinghá og einn af
þeim, sem hafði mælzt til samfylgdar við okkur Tungumenn.
Átti hann einna flesta hesta í lestinni. Hann snarast af baki
og kallar til mín óþarflega hátt og hranalega að mér fannst,
hvort hér sé öll lestin.
Éjg var í rauninni sjálfur ennþá í uppnámi, og við að heyra
tóninn í rödd mannsins rauk ég samstundis upp í ofsareiði og
grenjaði á móti, að nú gæti hann sjálfur gengið úr skugga
um það, eða hvort honum fyndist ekki kominn tími til fyrir
hann og þá fleiri félaga að fara að huga að sínum helvítis
bikkjum og trússi. Var ég alveg tilbúinn að láta dynja á