Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 27
MÚLAÞING
25
framan sig til skiptis. Gekk það sæmilega. Var hann nú tek-
inn af ,baki, en í þeim svifum rankar hann við sér, og eftir
nokkra stund var hann orðinn allhress.
Eftir hæfilegan hvíldartíma fyrir menn og hesta var búizt
til. brottferðar. En áður en látið var upp á hestana, kvaddi
áður umgetinn bóndi úr Hjaltastaðaþinghá sér hljóðs. Byrj-
aði ha,nn ræðu sína með því ,að hrósa mér fyrir dugnað og
snarræði, hefði ég nú í nótt firrt þá vansæmd og eignatjóni;
fór hann um það fleiri góðum orðum. Að endingu sagðist
hann vilja taka þagnarheiti af öllum, sem hér væru, að minn-
ast ekki á atburði þessarar nætur við aðra menn. Allir tóku
undir þetta einum rómi — nema ég. Ég gat ekki neitað mér
um að notfæra þetta tækifæri til að velgja þeim dálítið. Ég
byrjaði með að þakka þau viðurkenningarorð, sem fallið hefðu
hér í minn garð1. Ég kvaðst ekkert furða mig á því, þótt þeir
vildu sem fæst um þetta næturferðalag láta tala. Viðvíkjandi
þagnarheitinu vildi ég segja það, að í því efni mundi ég engin
loforð gefa. É(g hefði aígerlega frjálsar hendur með að segja
söguna, hvar og hvenær sem mér sýndist, og þá ekkert und-
an draga. Væri málið þar með útrætt af minni hálfu. Bað ég
þá ,svo vel að fara og heila heim koma. En þakklæti fyrir
samfylgdina mundi eitthvað dragast.
Sögunni er nú lokið. Er með henni reynt að bregða upp
örlítilli þjóðlífsmynd af einum þætti úr athafnalífi þjóðarinn-
ar, ferðalögum og flutningum, eins og tíðkaðist fram á ann-
an og jafnvel þriðja áratug þessarar aldar, a. m. k. á Aust-
urlandi. Nú fer þeim óðum fækkandi, sem muna þessar ferðir
af eigin reynd.
Ég er víst einn ofar moldu, þe'rra manna sem voru þarna
á ferð yfir Vestdalsheiði eina bjarta vornótt fyrir sextíu
árum.