Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 29
I
MÚLAÞING 27
Jökuldal, en dreifir sér meira, er utar dregur. Er það almælt,
að eng'n jökulá þessa lands sé svo illúðleg og hrollvekjandi
sem hún. Er því líkast sem þykk sementsleðja velti áfram í
gilinu, og heyrist niður hennar langt að, sem þeir munu bezt
við kannast, er að ánni hafa komið.
Áin hefur allt frá upphafi Islandsbyggðar verið hið versta
vatnsfall og mikill farartálmi fyrir samgöngur innanhéraðs
og á milli landshluta, þar sem hún girðir að he:ta má alv>eg
fyrir samgöngur milli suður- og norðurhluta Norður-Múla-
Jökulsárgljúfur.
sýslu. Hún er nú almennt talin óreið allt frá upptökum til ósa,
nema. á þeim árstímum, er allra minnst er í henni. Fyrr á
tímum, á meðan hestarnir voru einu samgöngutækin á landi,
var þó áin alloft riðin á nokkrum stöðum, þar sem kölluð
voru vöð. Eru ennþá til mörg örnefni, sem benda til þ^ss, að
áin hafi þar verið riðin. Talið er, að mörg þessara vaða hafi
versnað á síðustu öldum, svo að þau séu nú illfær orðin.
Þrátt fyrir þetta var áin ávallt mjög varasöm hestum, og
komið gat fyrir, að hún væri alveg ófær langthnum saman,
einkum í vorleysingum og miklum rigningartímabilum. Það
var því engin furða, enda þótt snemma væri hafizt handa um