Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 30
28
MÚLAÞINÖ
að brúa þennan mikla farartálma; kostaði það þó ærna fyrir-
höfn.
-—o—
Brúar á Jökulsá er fyrst getið í fornöld, en þá virðast hafa
verið a. m. k. tvær brýr á ánni, ef marka má þær heimildir,
er um það geta. I Hrafnkelssögu Freysgoða segir frá því á
þessa leið, er Sámur á Leikskálum re:ð til Alþingis aðra og
fljótfarnari leið en Hrafnkell fór.
„Hann ferr norðr til brúa ok svá yfir brú og þaðan yfir
Möðrudalsheiði, ok váru í Möðrudal um nótt“. (Isl. fornr.
XI, 109). í
Til baka fór Sámur ásamt þeim Þjóstarsonum alveg hina
sömu leið, þar til er þeir komu að Jökulsá. Um það segir svo:
„Eptir þat ríða þeir alla ina sömu leið, þar til er þeir
koma í næturelding í Jökulsdal, fara yfir brú á ánni, ok
var þetta þann morgin, er féránsdóm átti að heyja. Þá
spyrr Þorgeirr, hversu þeir mættu helzt á óvart koma.
Sámr kvazt mundu kunna ráð til þess. Hann snýr þegar
af le'iðinni ok upp á múiann ok svá eptir hálsinum á
milli Hrafnkelsdals ok Jökulsdals“. (Isl. fornr. XI, 119).
Af þessari staðháttalýsingu, sem verður að teljast mjög
glögg, má ljóst vera, að brú sú, er um getur, hefur ekki verið,
Kláfferja undan Brú.