Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 32
30
MÚLAÞING
ánni. Er hún skammt suð-vestan við bæinn Fossvelli í Jökuls-
árhlíð, en þar hefur jafnan verið alfaraleið, livað snertir sam-
göngur á Austurlandh Brú þessi er merkileg fyrir þá sök, að
líkur eru til þess, að hún hafi haldizt á ánni nær óslitið að
kalla má frá því í fornöld, enda var hún um langan tíma eina
brúin á hinum mörgu og stóru vatnsföllum þessa lands. Sýn-
ir það bezt, hversu nrkil nauðsyn hefur þótt vera á því, að
brú héldist á ánni, enda þótt á síðari öldum kæmu upp deilur
um gagnsemi brúarinnar hjá Fossvöllum.
Brúar á þessum stað er fyrst getið, svo að óyggjandi sé, i
einni af Austfirðingasögum, þ. e. Þorsteins sögu hvíta. Þar
segir frá því, að maður sá, er nefndist Þorsteinn hinn fagrl
fór alfaraleið yfir Smjörvatnsheiði ,,ok svá yfir Jökulsá at
brú ok svá yfir Fljótsdalsheiði“. (Isl.fornr.XI,12).
Nú er augljóst, að alfara’.eið úr Vopnafirði tú Héraðs hefur
ekki getað legið inni hjá Brú, svo að sýnt er, að hér er ekki
átt við brúna, sem þar kann að hafa verið, heldur hefur hún
verið utar. Er þá varla um annan stað hentugri að ræða ien
hjá Fossvöllum. Hafa verður í huga, að FJjótsdalsheiði hefur
þá verið taJin ná lengra Út en nú er venjan, eða allt að Heið-
arenda. Jón Jóhannesson lætur liggja að því í útgáfu sinni af
Austfirðingasögum, að aðe’ns hafi verið ein brú á ánni til
forna. Hafi hún verið uppfrá bænum Brú og verið gerð af
náttúrunnar hendi. Orðalagið að fara yfir Jökulsá á brú telur
hann hér merkja heiti árinnar, og er þetta þá elzta dæmi um
það, ef sú skýring væri rétt. Hún verður þó að teljast mjög
vafasöm. Einnig má benda á það, að í annarri fornri heimild
er getið um fleiri en eina brú á ánni. I Droplaugarsonasögu
er sagt frá því, að eftir dráp Helga Ásbjarnarsonar létu þeir,
sem sáu um eftirmál vígsins „halda vörð á vöðum öllum og
sitja við brúar á Jökulsá", til þess að vegandinn, Grímur
Droplaugarson, kæmist ekki á brott úr hérað’nu. Þetta fór þó
á annan veg en til var ætlazt, því að Grímur lagðist til sunds
yfir ána og komst til Vopnafjarðar. (ls!.fornr.XI,171—172).
Hér er gerður skýr greinarmunur á vöðum og brúm, svo að
ekki þarf að efast um, að a. m. k. tvær brýr hafi þá verið á