Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 34
32
MÚLAÞING
aldar. Jón Þorkelsson skólame’stari minnist á þetta í stuttri
IslandsJýsingu, sem hann ritaði og prentuð var aftan við
danska útgáfu (þýðingu) á bók Johans Andersons (borgar-
stjóra) í Hamborg, sem fjallaði m. a. um Island. Þýðingin
kom út í Kaupmannahöfn árið 1748. Um Jökuisá segir Jón
eftirfarandi1:
,,Jökuls-Aa ved Broen, kaldes saaledes fordi her er een
Broe af Træe, hvor den Aae er smal og löber mellem
steile Klipper. . . Broen har ingen Art, imod dem som
sees her, den er först slaaen og bekostet af nogle Tyðske
Kiöbmænd i Muule-Syssel siden er den bleven repareret
paa de næstliggende Indbyggers Bekostning“. (Andersson,
312—313).
Af þessari heimild mætti ef til vill draga þá ályktun, iað
brú sú, sem Hansakaupmenn kostuðu og létu gera, hafi verið
sú fyrsta, sem gerð var yfir ána. En sjá má af því, sem á
undan hefur verið sagt, að slíkt fær vart staðizt. Það ber og
að hafa í huga, að Jón ritar þetta mörgum áratugum eftir að
brú sú, sem hér um ræðir, var fallin, svo að engin furða var,
þótt frásagmr um eldri brýr á ánni væru þá fallnar í
gleymsku.
Ekki er fullljóst, hvers vegna útlendir kaupmenn lögðu í
slíka fjárfestingu sem brúarsmíði á Jökulsá. Sennilega hafa
þeir með því viljað greiða fyrir verzlun og samgöngum í fjórð-
ungnum og talið s:g mundu hafa nokkurn hag af því. Sem
fyrr segir, er ekki vitað með vissu, hvaða ár brú þeirra
Hansamanna var byggð. Hins vegar eru til heimild'r um það,
að brú brotnaði á Jökulsá í stórflóði (jökulhlaupi) árið 1625.
Getið er um það í Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, að ár-
ið 1625 hafi verið hlaup í ánni; hafi þá vatnsborðið hækkað
1 ,,Jökulsá á brú heitir svo því þar er trébrú þar sem áin er
mjó og fellur milli þverhníptra kletta. Brúin verður ekki talin
til neinnar sérstakrar tegundar brúa svo sem brýr hér (: í
Þýzkalandi). hún var í fyrstu byggð af þýzkum kaunmönnum
og á þeirra kostnað, síðan hefir henni verið haldið við á kostn-
að þeirra sem í grennd búa“.