Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 35
MÚLAÞING
33
um 20 álnir og brotið brúna, sem þá var (EÓlBPFerð.11,127).
Hafa mer.r. gizkað á, að þetta hafi verið brúin, sem Hansa-
menn létu gera, en það er þó engan veginn fullvíst. Sú brú
gæti kafa verið eldri, ekki sízt ef haft er i huga, að Hansa-
kaupmenn höfðu hafið siglingar hingað til lands miklu fyrr,
eða þegar um miðja 15. öld, enda þótt blómaskeið þeirra hér
hæfist ekki, fyrr en kom fram á 16. öld (um 1540). Er því
ekki fjarri lagi að álykta, að brúin, sem þeir létu gera, 'hafi
verið sú næsta á undan þe:rri, sem tók af árið 1625. En um
það verður þó ekkert fullyrt.
Árið 1644 kom út bók um ísland rituð af frönskum manni
að nafni Isaac de la Peyrére. Er frásögn hans í hæsta rnáta
ónákvæm og ýkjukennd, enda mun bókin hafa verið rituð
meira í skemmtitilgangi en fróðleiks. Síðar fékk þó höfundur-
inn áhuga fyrir að komast nær sannleikanum um landið, og
átti hann þá um tíma bréfaskipti við Ole Worm, hinn kunna
danska fræðimann. I bréfi til Ole Worm frá árinu 1645, ber
hann upp nokkrar spurningar varðandi Island, og er ein á þá
leið, hvort ^satt sé, að á Islandi sé aðeins ein brú og að' hún
sé úr hvalbeinum. Þessu svarar Ole Worm á þá lund, að hann
hafi spurt íslenzka stúdenta í Höfn um þetta atriði og segi
þeir það satt vera, að aðeins ein brú sé á íslandi, nefnilega á
Jökulsá eystra (,,Jockulsav“), en hún sé úr tré, engin sé þar
til úr be;ni. (ÞTh.Lfrs.II,209—210).
Sjá má af þessu, að um miðja 17. öld er brú á ánni, ‘og
hefur hún því að líkindum verið byggð fljótt aftur, eftir að
hana tók af í jökulhlaupinu árið 1625. Engar heimildir eru
til um það, hvaða ár eða að hvers tilhlutan og á hvers kostn-
að brú þessi var byggð, en Jón Þorkelsson segir, að allt til
ársins 1698 hafi allar brýr, sem byggðar voru á Jökulsá verið
kostaðar af þeim, sem næstir voru brúnni, þ. e. íbúum Norð-
ur Múlasýslu. (Andersson,312—313). Að sjálfsögðu á þetta
ekki við um brúna, sem Hansakaupmenn létu gera.
Brú þessi stóð siðan til ársins 1670, er hún brotnaðl með
skynd'legum hætti í miklu óveðri, svokölluðum „brúarbyT'.
Um tildrög þessa óveðurs er að finna skemmtilega frásögn