Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 36
34
MÚLAÞING
í Sýslumannaævum Boga Benediktssonar. Er hún í megiu
úráttum á .þessa leið: Árið 1667 varð Jón Þorláksson sýslu-
maður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Var þáverandi klaustur
haldari Jón Eggertsson látinn víkja af staðnum fyrir nafna
sínum, og olli þetta miklum deilum milli þeirra. Er sagt, að
Jón Eggertsson ofsækti nafna sinn á allan máta. Var þá
áþveðið, að Jón Þorláksson skyldi hafa lénaskipti við Þorstein
Þorleifsson, sem þá var sýslumaður í Múlasýslu,
,,og fóru skiptin fram 1670, því Jóni Þorlákssyni þótti
þar eigi viðvært fyrir áreitingum og göldrum Jóns Egg-
ertssonar, fór hann því austur í Múlasýslu og var þar
sýslumaður meðan hann lifði. Þorsteinn flutti um haustið
að norðan, en er hann var kominn yf:r brúna. á Jökulsá
með lest sína, gjörði með kveldinu veður mikið með snjó-
komu og braut brúna, var það kallaður brúarbylur og
eignað fjölkynngi af völdum Jóns og Sigríðar11. (Sýslum.-
æv.I,389—390).
Árið eftir, 1671, lætur svo Þorste:nn Þorleifsson, sá sem
áður er getið um, byggja nýja brú á Jökulsá upp á eigin
eindæmi og kostnað, að því er virðist. Leitaði hann síðan til
Alþingis um það, hversu hann skyldi fá þenna kostnað greidd-
an. Eftirfarandi tilskipun var gefin út árið eftir:
„Anno 1672, 5 Julii í lögréttu á Auxarár Þingi óskaði
virðulegur Sýslumann í Múla Þingi, Þorsteinn Þorleifs-
son, úrlausnar og álits, hvar hann skyldi upp bera þann
kostnað sem hann hefir haft og hafa látið fyrir þeim
trjám og byggingu, sem við víkur brú yfir Jökulsá í Hlíð
í Múla Þingi. Andsvara lögmenn og lögréttumenn, að
þeim virðist rétt og sannsýnilegt, að velnefndur valds-
maður í Múla Þingi uppberi og meðtaki af þeirrar sýslu
innbyggjurum fullvirði fyrir sitt ómak og uppákostnað
til nefndrar brúar, eptir því sá allur kostnaður kann
billcga metast og hans góð sannsýni er til uppá sérhvern
setja, eptir hvers efnum og nauðsynjum“. (Lovsaml.I,
338).
Þessari tiiskipun mun síðan hafa verið fullnægt og brúin