Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 37
MÚLAÞING
35
kostuð af íbúum Múlasýslu, einkum þeim, sem næstir henni
bjuggu og áttu einhverra hagsmuna að gæta um það, að brú
væri á ánni, (vettvangsbúum). Kemur þetta heim við það, sem
Jón Þorkelsson segir og getið var í sambandi við brúna næst
á undan. Brú þessi stóð þó skamma hríð, því að hana tók af
í jökulhlaupi árið 1698, að sagt er. (Sagísl.VII,193). Virðast
jökulhlaup hafa verið mun tíðari í ánni á þeim tima en Iþau
nú eru, en brýrnar voru líka á þeim tíma byggðar mjög lágt
yfir vatnsborði, svo lítið þurfti að vaxa í ánni, til þess að
þær tæki af. ! 1 1 f '!
Fljótt var hafizt handa um endurbyggingu brúarinnar, og
sá Björn Pétursson sýslumaður á Bustarfelli um að fram-
kvæma það verk. Ekki ber heimildum alveg saman um það,
hvaða ár brúin hafi verið byggð. Jón Þorkelsson segir, að það
hafi verið annaðhvort árið 1696 eða 1698 „ved Sysselm. Biörn
Petersens Foranstaltning, som har foreskrevet Bielker dertil
með Vapnafiords Skib“. (Andersson, 312—313). Jón Espólín
segir hins vegar í Árbókum sínum, að þetta hafi átt sér stað
árið 1700. Hann segir svo:
,,Þá (c: 1700) var sett af nýju brúin á Jökulsá áustr;
. þar voru 100 menn í mánud, ok var þat allmikit verk,
gekk Björn Pétursson sýslumaðr á Bustarfelli fyrir því".
(Esp.Árb.VIII,70).
Ekki verða færðar sönnur á, hvert þessara ártala sé rétt-
ast, en tekið skal fram, að í ýmsum fleiri heimildum er þetta
talið Jhafa gerzt 1698, og má því telja líklegt, að það sé hið
rétta. Vel hefði mátt hugsa sér, að brúarsmíðin hafi tekið meira
en eitt ár, en svo virðist ekki hafa verið, ef aðalverkið hefur
verið unnið á einum mánuði, eins og kemur fram hjá Jón'i
Espólín.
Um brú þessa er það að segja, að óvenju mun hafa verið
til hennar vandað að efni og frágangi, enda entist hún nær
því í iheila öld. Hafa menn sjálfsagt verið oifinir hveftlr á
því, að jökulhlaup höfðu tekið af tvær brýr á ánni með stuttu
millibili og viljað stuðla að því, að slíkt endurtæki sig ekkl.
Espólín segir, að vitni hafi verið borin að því, að nýja brúin