Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 39
MÚLAÞING
37
toll af þeim, sem um brúna fará, en sú hugmynd varð þó ekki
að veruleika fyrr en nokkrum áratugum síðar. Af lýsingunni
má sjá, að brúin hefur verið allmikið mannvirki, en þó hefuf
henni ekki verið ætlað að bera meiri þungá í einu en sem
samsvari þunga eins hests án klyfja. Það ér mjög vafasamt,
að hún hafi verið nægilega breið fyrir klyfjahest, þar áeni
háar grindur voru sitt hvorum mégin við háná.
Þessi brú stóð síðan fram yf:r 1780, er ný Var loks byggð.
Var þá gamla brúin komin að falli og orðin stórhættuleg yfrr-
ferðar. Alls vóru gerðar á henni endurbætur þrisvar sinnunt.
Fyrst í tíð þeirra sýslumannanna Þorste'ns Sigurðssonar ög
Jens Wíum, en ártalið er óvíst. Lögðu nokkrir ibúar í ,mið-
hluta Múlasýsiu („Midpartenum") fram fé til þeirrar við-
gerðar, lað sagt er. Hafði þá Mú’.asýslum verið skipt milli
þriggja sýsiumanna, og hafði hver sinn hluta. Næsta viðgerð
fór fram árið 1748 fyrir góðviljugt tillag svo til allra bænda
í Kirkjubæjar-, Hofteigs- og Áskirkjusóknum. (RitLandsn.il,
248). Loks tók Pétur Þorsteinsson sýslumaður á Ketilsstöðum
s'g til árið 1760 við tólfta mann og rétti brúna við og Jag-
færði, svo að hún varð vel nothæf. Hafði hún þá
„fyrer Hesta aldeils ófær vered an stærstu Vogunar sök-
umm Halla og Vindingar, sem og þess ad mikid af Bol-
verkenu og Fialadódrene hafe vered sökumm Fua burt
falled". (RitLandsn.il,258).
Eftir þessa síðustu aðgerð á brúnni stóð hún til ársins 1783,
er ný var byggð, en þá hafði gamla brúin verið orðin hættu-
leg yfirferðar í allmörg ár. Skal nú rætt nokkuð um ti'ldrög
þess, að brúarsmíðin dróst svo mjög á langinn í þetta skipti.
Laust eftir miðja 18. ö!d (um 1760) kom upp deila um
það, hvort endurbyggja skyldi brúna á Jökulsá, sem þá var
orðið mjög aðkallandi að framkvæma. Stóð þessi deila á milli
þeirra sýslumannanna Péturs Þorsteinssonar, sern áður var
gdtið, og Hans Wíum á Skriðuklaustri, er báðir voru sýslu-
menn í Múlasýslu. Varð rimma þessi allsnörp og langæ, enda
höfðu orðið væringar með þeim út af ýmsum fleiri málum, og
voru þeir taldir litlir vinir. Pétur virðist hafa borið hag brú-