Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 40
38
MÚLAÞING
arinnar mjög fyrir brjósti og verið eindregið fylgjandi þvi,
að hún væri endurbyggð. Öll gögn varðandi deilu þessa, þar
á meðal fjölda skjalaafskrifta, sendi hann síðan til „Lands-
nefndarinnar fyrri 1770—1771“. Hefur hann án efa vænzt
einhvers stuðnings nefndarinnar í þessu máli, enda var það
eitt af verkefnum hennar að athuga um samgöngumál og úr-
bætur á því sviði.
1 skýrslu sinni til nefndarinnar dagsettri 28. júní 1771 ræð-
ir Pétur Þorsteinsson um brúna á Jökulsá. Fylgir þar fyrst
lýsing á henni svohljóðandi':
„Den bestaaer af 3 svære Bielker a 30 Al. Længde hver,
Dansk Maal, með tæt sammenföyede Tverplanker over og
under, i giennem og op af hvilkes udstaaende Ender at
gaae di Pielere (Rimar), som giöre et tyndt Bolverk til
begge Siider, hvilke Tverplanker í gen inder fore Pieleme
ere beklædde með ordinaire Handelsbræder langs ad, for
at folk og Creaturer ej skal naae at træde paa Tver-
plankene'1. (RitLandsn.il,239).
Einnig segir hann, að frá brúnni og niður að vatnsborðinu,
þegar það sé sem lægst, séu tólf til þrettán faðmar („12 a 13
Favne“). Þiá getur hann þess, að brúin sé nú orðin 73 ára
gömul (byggð 1698) og efni hennar, fyrir utan burðarviðina,
sé nú talið einskis virði. Sé því full þörf á að enduribyggja
brúna hið fyrsta. (RitLandsn.il,239—241). Með greinargerð
þessari sendir hann síðan fylgiskjöl þau, er áður er getið og
varða deilu hans við Hans Wíum sýslumann. Eru þar rakin
öll bréfaskipti, er út af henni spunnust, og skal hér aðeins
drapið lauslega á þau. Fyrst er vitnað til bréfs Magnúsar
Gíslasonar amtmanns frá 21. júlí 1759, þar sem segir, að ljóst
sé, að brúin á Jökulsá þarfnist ekki aðeins viðgerðar, heldur
1 „Hún er gerð af þrem sverum trjám á 30 álnir hvert með
þéttum samtengdum þverbitum ofan á og undir, og gegnum
og upp af endunum sem standa út fyrir eru uppstandarar,
sem mynda handrið báðumegin. Þvert á þverbita innan við
uppstandarana er klætt með venjulegum kaupstaðarborðviði,
svo menn og skepnur gangi ekki á sjálfum bitunum“.