Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 41
MÚLAÞING
39
að verða gerð alveg upp á nýtt. Telur hann, að það jmuni
kosta allmikla fjárupphæð, sem íbúar Múlasýslu muni ekki
geta greitt einir af höndum, en nágrannasýslur telji sig ekki
skyldar að greiða. I því sambandi leggur hann nokkrar spurn-
ingar fyrir sýslumenn um gagnsemi brúarinnar og fleira
er henni viðvíkur, svo sem það, hvað ný brú á ánni muni
kosta og hvort ekki sé rétt að leggja sérstakan brúartoll á
ai!a þá sem yfir hana fara til að standa straum af kostn-
aðinum við endurbyggingu hennar. (RitLandsn.il,242—243).
Út af þessu spunnust svo deilur þeirra Péturs og Hans
Wíum. Taldi Hans brúna algerlega ónauðsynlega öllum íbúum
sinnar sýslu og notagildi hennar það lítið, að ekki svaraði
þeim kostnaði, sem þyrfti til að halda henni við. Vitnar hann
til þess, að á ánni séu alls þrír drættir og auk þess tveir
ferjustaðir sitt hvorum megin við brúna, þ. e. við Skeggja-
staði á Jökuldal og Galtastaði í Hróarstungu. Auk þess kveðst
hann hafa sundriðið ána í miklum vexti á ýmsum stöðum
(hjá Skeggjastöðum) á ferðum sínum um sýsluna, og sé það
lítið þrekvirki. (RitLandsn.il,245—246 og 253).
Þessum fullyrðingum visaði Pétur algerlega á bug og lét
leiða mörg vitni að því, að brúin væri öllum ómissandi, jafnt
Múlsýslungum sem öðrum landsmönnum, er yfir ána þyrftu
að faua. Stóð svo í málaþófi þessu nokkur ár, og ijafnframt
hrakaði hinni gömlu trébrú stöðugt. Var nú svo komið, |að
hún mátti heita ófær orðin fyrir hesta sökum fúa. Að vísu
mun viðgeirð sú, sem Pétur lét framkvæma árið 1760, hafa
enzt nokkur ár, en fljótlega sótti þó í sama horfið aftur, og
var brúin talin mjög ótrygg. Fyrirskipaði þá stjórnin (1761)
að tillögu amtmanns, að taka skyldi upp og lögfesta feffju-
staði á ánni, er nota mætti, ef gamla brúin færi alveg af.
(RitLandsn.il,250—251).
I bréfi til amtmanns hinn 5. júlí 1766 segir Pétur Þor-
steinsson enn, að ekki þurfi að efast um gagnsemi brúarinnar
yfir Jökulsá og, til þess að komast hjá því að leggja á sér-
stakan brúartoll sé athugandi, hvort aðrar sýslur eigi ekki
að taka þátt í smíði hennar. (RitLandsn.il,259—260).