Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 42
40
MÚLAÞING
Svo sem áður er getið, voru öll þessi gögn síðan send itil
Landsne.fndarinnar, en það virðist þó hafa borið harla lítinn
árangur, því að enn leið rúmur áratugur, þar til brúin á
Jökulsá var endurbyggð. Tildrög þess, að hafizt var handa
um smíði nýrrar brúar árið 1783 má þó óbeint rekja til
Landsnefndarinnar fyrri. Sem kunnugt er, voru af tillögu
hennar um samgöngumál sett ný vegalög samkvæmt kon-
ungsúrskurði frá 29. apríl 1776. Var hér um að ræða allmikið
spor í framfaraátt, hvað snerti samgöngur á Islandi, en mik-
ill misbrestur var þó á því, að þeim væri framfylgt, er fram i
sótti. Fimmta grein þessara vegalaga, hljóðaði svo':
,,Over smaa Elve og Bække hvor sammes Beliggenhed og
andre omstændigheder saadant kunne tillade, bör lægges
Træbroer til de Reisendes Befordring, da Erfarenhed
lærer, at saadanne Vande ere ofte ubefarlige med Heste,
især om Vinteren og Foraaret". (Lovsaml.4,267).
Þessi lagasetning mun hafa verið höfuðorsökin fyrir því, að
ráðizt var í að byggja nýja brú á ánni. Fleira mun þó hafa
komið ti-1, m. a. var nú svo komið (árið 1772), að áin var
sögð vera orðin alls staðar ófær fyrir ferjur vegna breytinga,
sem orðið höfðu á hinum svokölluðu ferjustöðum á henni.
(Lovsaml.4,534). Ekki verður sagt um það, hvort þetta á við
einhver rök að styðjast, en er þó engan veginn óhugsandi.
Hefiur það þá, sem vænta má, ýtt mjög undir smíði 'nýrrar
brúar. ;
Hinn 8. maí árið 1780 er gefin út konungleg tilskipun um
endurbyggingu brúarinnar. Er þar skýrt frá því, að kostnað-
ur við hina nýju brú sé áætlaður 4—500 rikisdalir; ennfrem-
ur að stjórnin ætli að láta kaupa og senda til landsins sex
stórviði til brúarsmíðinnar. Auk þessa skuli samin reglu-
gerð' uvn söfnun af því fé, er á vanti til þess að Ifullgera
1 „Yfir smáár og læki skal, þar sem hentugleikar eru á,
setja trébrýr ferðamönnum til umferðar, því reynsla sýnir að
slík vötn eru oftlega ófær hestum, einkum á vetur og vor“.