Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 43
MÚLAÞING
41
brúna, svo og til viðhalds henni í framtíðinni. (Lovsaml.4,
533—534).
Smíði brúarinnar var þó ekki framkvæmd fyrr en sumarið
1783. Pétur Þorsteinsson var þá enn sýslumaður í nyrzta
hluta Múlasýslu, og sá hann um framkvæmd verksins. Gamla
brúin mun hafa staðið allt þar til sú nýja var byggð, en hefur
sennilega lít;ð verið farin síðustu árin, vegna þess hve ihún
Var ótraust orðin. Hún hafði þá staðið í 85 ár, að vísu toeð
nokkrum lagfæringum, sem áður getur. Brúarsmíðinni varð
lokið á einu ári, og mun þó mjög hafa verið til hennar vand-
að á allan hátt, jafnvel enn meir en gert hafði verið við brúna
næst á undan, sem þó þótti mjög vönduð.
í bréfi Rentukammersins til Stefáns Þórarinssonar amt-
manns, 27. marz 1784 viðvíkjandi útgjöldum vegna brúarsmíð-
innar segir svo':
,,Sysselmand Pettersen i Norder-Mule Syssel har her til
Kammeret indberettet, að Broen over Jökelsaaen nu er
færdig, samt langt m=rc forsvarlig og trofast bygget end
den gamle Bro“. (Lovsaml.5,37).
Hvað niðurjöfnun kostnaðarins viðvíkur telur Rentukamm-
erið,* 2
,,at foruden begge Mule Sysseler selv kan ikke större
Deel af Landet tage Deel deri, end alene Nordre, Öe-
fjords og Skagefjords Sysseler, og det endda með den
Forskjel, að Mule Sysselerne bære % Dele af det hele,
og de övrige Sysseler derimod, som de der bruge Broen
mindre, ikkun '4 Deel“. (Lovsaml.5,37).
' „Sýslumaður Pettersen (: Guðmundur Pétursson) í Norð-
ur-Múlasýslu hefir skýrt ráðuneytinu frá, að brúin yfir Jök-
ulsá sé nú fullgerð og langtum traustlegar gerð en gamla
brúin“.
2 ,,að auk Múlasýslna beggja getur ekki stærri hluti lands-
ins tekið þátt í (: kostnaði), nema Norður- (: Þingeyjar),
Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslur, og þær sýslur þó með
þeim mismun, að Múlasýslur beri % hluta alls kostnaðar, og
hinar sýslurnar, þar sem þær hafa minni not brúarinnar, að-
eins % hluta“.