Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 44
42
MÚLAÞIN G
I bréfinu eru einnig nánari fyrirmæli um það, hvernig deila
skuli þessum útgjöldum niður á bændur og búalið í viðkom-
andi sýslum og við hvað skuli miðað v:ð álagninguna. Skyldi
miða við fjölda þess kvikfjár, sem hver búandi ætti. Þá er
svo fyrirmælt, að samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar frá 1780,
skuli samin reglugerð um viðhald brúarinnar framvegis. Skuli
það gert á þann hátt, að amtmaður ákveði í samráöi við
stiftamtmann sérstakan toll (,,Bro-Penge“), sem allir, er yfir
brúna fara, verði skyldaðir til að greiða. Þeir, sem lagt hafi
fram fé til brúarsmíðinnar, skuli þó borga hiutfallslega minni
brúartoll en aðrir. (Lovsaml.5,37—39).
Reglugerðin um notkun og viðhald brúarinnar yfir JÖkulsá
er síðan gefin út hinn fyrsta júlí 1788 og staðfest af kon-
ungi sem gildandi í tvö ár. Er hún mjög ýtarleg eða samtals
í sjö liðum. Fyrsta grein, sem fjallar um upphæð brúartolls-
ins hljóðar svo':
„For Passage over Broen bör Alle og Enhver af de Reis-
ende erlægge Bropenge, saaledes:
for een Mand gaaende ......................... 1 Sk.
— Mand med Ridehest ........................ 3 —
— Hest med Klöv ............................ 3 —
1 „Fyrir umferð yfir brúna skulu allir ferðamenn greiða
brúartoll, svo sem hér segir:
fyrir einn fótgangandi mann ............................. 1 Sk.
— mann með hest ..................................... 3 —
—- klyfjahest ........................................ 3 —
— lausan hest, hvern ................................ 2 —
— tarf og kú tvævetra eða eldri, hvern grip .... 2 —
—■ tarf og kú yngri, hvern grip ..................... 1 —
— lausa hryssu með folaldi .......................... 3 —
— 1 á með lambi ..................................... 1 —
— 1 geit með kiðlingi .............................. 1 — ■
— hverjar 4 fullorðnar geitur eða ær án lamba . . 2 —
— færri en 4, hverja skepnu ......................... 1 —■
Þessi brúartollur skal jafnan ferðamönnum til eftirbreytni
vera auglýstur við brúna, á þeim tímum árs er umferð á sér
Stað“.