Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 46
44
MÚLAÞINö
fundið, hversu mikil laun honum voru ætluð, en tollurinn
virðist heldur ekki hafa verið mjög hár, ef miðað er við verð-
lag þeirra tíma. Til gamans má geta þess, að um svipað leyti
kostaði 8 skildinga að senda bréf úr Múlasýslu til Bessastaða.
(Sagaísl.VII,200). Má því geta nærri, að seint hafi hækkað í
brúarsjóðnum, auk þess sem margir hafa sldppið við tollinn.
I bréfi Rentukammers til Stefáns Þórarinssonar amtmanns
hinn 13. sept. 1791 er skýrt frá því, að þar sem áugljóst sé,
að brúarsjóðurinn sé ekki nægjanlegur til að standa strauni
af launum brúarvarðar, hvað þá að nokkuð sé afgangs til
v'ðhalds brúarinnar, þá sé það álit Kammersins, að engan
brúarvörð skuli launa, fyrr en byggt hafi verið skýli (,,Bol“)
yfir hann við brúna, svo að hægt sé að ha'.da brúarvörð fyrir
minni tilkostnað en h'ngað til. Bent er á það, að íbúum Norð-
ur-Mú’.asýslu beri mest skylda til að halda brúnni við, þar
sem þeir noti hana mest. I stað brúartollsins, sem verði lagð-
ur niður, skuli sýslumaður Norður-Múlasýslu semja, svo sem
hann bezt þekkir til, skrá yfir það, hversu margt kvikfé sér-
hver maður í sýslunni fer með yfir brúna á ári hverju. Það
skuli hann síðan leggja til grundvallar fyrir því, hversu mik-
ið sérhver maður í sýslunni skuli greiða í brúartoll, sem síð-
an yrði varið til viðhalds brúarinnar í framtíðinni. (Lovsaml.
5,748—749).
Þessi háttur var síðan hafður á, og lagðist innheimta brú-
artolls alveg niður eftir þetta. Hafði þá innheimta hans farið
fram við brúna í rúmlega þrjú ár. Einhverjir erfiðleikar virð-
ast þó hafa verið á því að fá sýslumenn til að sjá um inn-
heimtu tollsins eftír þesstim nýju reglum án endurgjalds. Til
þess bendir bréf Rentukammers til Stefáns Þórarinssonar frá
12. marz 1796. Þar segir1:
1 ,.Ráðuneytið er samþykkt amtmanni í því að fyrirskipa
sýslumanni Guðmundi Páturssyni sem embættisskyldu án þess
greiðsla komi fyrir að innheimta þann toll sem greiða skal
vegna brúarinnar á Jökulsá; skal amtmaður setja honum
nauðsynlegar skipanir þar um“.