Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 48
46
MÚLAÞING
látið kaupa og senda til íslands sex stórviði til endurbygg-
ingar hinnar niðurníddu trébrúar. Skuli kostnaðurinn við
smíði hennar fyrst um sinn greiðast úr hinum íslenzka Jarða-
bókarsjóði („Jordbogskasse"), en skuli endurgreiðast síðar
með niðurjöfnun á þann hátt, sem amtmaður ákveði frekar og
samþykkt verði af Rentukammeri. (Lovsaml.7,699).
Skömmu síðar hófst svo smíði brúarinnar, og var þá gamla
brúin, sem ennþá var uppistandandi, rifin, enda orðin mjög
fúin. I þetta sinn stóð smíði brúarinnar yfir í um það bil tvö
ár, því að henni var ekki að fullu lokið fyrr en árið 1819.
Brúarsmiður var maður að nafni Eyjólfur ísfeld Ásmunds-
son, hinn mesti hagle:ksmaður. Var orð á því haft, hversu
mjög allur frágangur brúarinnar var vandaður. Á þessum
tíma var erfitt með flutninga á svo löngum trjám, sem næðu
í heilu lagi yfir gilið. Var því í þetta s:nn, og reyndar oftar,
gripið til þess ráðs að hafa trén styttri og skeyta tvö og tvö
saman á staðnum. Eyjólfur Isfeld læsti trjánum svo vel sam-
an, að aldrei brugðust samskeytin, allt þar til brúin var rifin
upp úr 1880. Annars var brú þessi með svo til nákvæmlega
sama byggingarlagi og sú, sem var þar næst á undan. Má
m. a. sjá það af mynd, sem Mayer hinn franski teiknaði af
henni og birt:st í ferðabók Gaimards. Er það sennilega eina
myndin, sem til er af Jökulsárbrú frá því fyrir árið 1900, en
sem kunnugt er ferðuðust þeir Gaimard og Mayer um landið
á árunum í kringum 1840.
Þorvaldur Thoroddsen, sem ferðað:st um Austurland sum-
arið 1882, lýsir henni þannig í Ferðabók sinni:
„Brúin er rúm 60 fet á lengd, bygð úr stórum bjálkum
þvers yfir 50 feta breitt gljúfur. . . Eigi er hægt að fara
yfir brúna með áburð, nema tekið sé ofan af hestunum,
því að grindur eru bygðar yfir brúna alla“. (ÞThFerð.I,
42—43).
Um traustleika brúarinnar getur hann ekki, enda þótt þetta
væri, árið áður en hún var endurbyggð og búast hefði mátt
við, að hún hefði eitthvað verið farin að láta á sjá, én svo