Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 50
48
MIÍLAÞING
virðist ekki hafa verið. Bendir þetta t;l óvenjulegs traust-
leika og góðrar endingar brúarinnar.
Enn sem fyrr kom til nokkurs þófs um það, hverjir skyldu
bera kostnaðinn við brúarbygginguna. Virðist hafa komið til
álita að jafna honum jafnt niður á landið allt þannig, að
hvert amt greiddi % af heildarupphæðinni og í annan stað
með því að leggja fjóra skild'nga á hvern brennivínspott, sem
fluttur væri til landsins til sölu á verzlunarstöðunum. Flutn-
ingsmaður þessarar tillögu var Magnús Stephensen, sem var
einn af valdamestu mönnum landsins um þessar mundir.
Um þessar mundir var Páll Þórðarson Melsteð nýlega orð-
inn sýslumaður í Norður-Múlasýslu, og sá hann um allt reikn-
ingshald í sambandi við brúarsmíðina. I bréfi Rentukammers
til amtmannsins yfir Norður- og Austuramtinu frá 3. apríl
1821 segir, að allur kostnaður við smíði brúarinnar hafi num-
ið 898 Rbd. og 14 Sk., samkvæmt reikningi sýslumanns. Þar
á móti komu svo 302 Rbd. og 62 Sk., sem voru í brúarsjóði,
þegar smíðin hófst, auk ýmissa eftirgjafa og styrkja. Mis-
munurinn, 524 Rbd. og 28 Sk., skyldi fyrst um sinn greiddur
úr konungsfjárhirzlu, en yrði síðar endurgreiddur af lands-
búum. Ekki þótti tiltækilegt að fara eftir tillögum Magnúsar
við niðurjöfnun þessa kostnaðar, því að í þessu sama bréfi
segir, að Kammerið telji það ekki viðeigandi undir þessum
kringumstæðum að jafna kostnaðinum niður á allt landið.
Ekki sé heldur ráðlegt að afla nokkurs hluta fjárins með
álögum á brennivín eða aðrar innflutningsvörur, vegna hins
umfangsmikla eftirlits, sem slíkt mundi hafa í för með sér.
í stað þess skuli nú hafður nákvæmlega sami háttur á við
niðurjöfnun kostnaðarins og gert hafi verið við brúarsmíðina
1783, semsé með því, að Múlasýslur báðar greiði % hluta
kostnaðarins, en aðrar sýslur V3 hluta, eins og ákveðið hafi
verið með bréfi Rentukammersins frá 27. marz 1784. (Lov-
saml.8,227—229). Eftir þessari reglugerð var síðan kostnað-
urinn innheimtur að lokum.
Árið 1831 kom enn til tals að taka upp aftur innheimtu