Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Síða 51
MTJLAÞING
49
brúartolls á staðnum til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi
brúarinnar. I bréfi Rentukammersins til amtmannsins fyrir
norðan og austan, dags. 10. sept. 1831, segir, að með tiiliti
til þess, að hin nýbyggða brú á Jökulsá hafi þarfnazt tjörg-
unar auk annarra minni háttar aðgerða, hafi amtmaðurinn í
bréfi frá 28. apríl sama árs tilkynnt ráðuneytinu, að hann
hafi látið framkvæma þær. Til þess að mæta kostnaðinum við
þesmr aðgerðir og aðrar slíkar, er ef til vill þurfi að gera
í framtíðinni, hafi hann falið Melsteð sýslumanni að inn-
heimta fyrst um sinn árlega eftirfarandi brúartoll eftir sinnl
uppástungu1:
„nemlig for Jökulsdals og Tungu Repper i Nordermule
Syssel af hver Heelgaardsbruger 12 Sk. Tegn, hver
Gaardpartsbruger 8 Sk., og hver jordlös Lösegodstiende
Yder 4 Sk., samt for de övrige Thingsogne saavel i
Nordermule som Söndermule Sysse1 respective 8, 4 og 2
Sk. Tegn“. (Lovsaml.9,775).
Ennfremur hafi amtmaðurinn sagt, að þar sem honum
(,,De“) finnist þessi skipting brúartollsins fremur óhagkvæm,
vilji hann stinga upp á því, að nauðsynlegra tekna til við-
halds brúarinnar verðl framvegis aflað með því, að te'kinn
verði upp aftur brúartollurinn frá 1788 (,,Bropassagepenge“),
en þó með þeirri breytingu, að allir taxtar verði þrefaldaðir
frá því, sem þá var ákveðið að þeir skyldu vera. Rentukamm-
erið lítur hins vegar svo á, að sá kostnaður, sem yrði sam-
fara innheimtu brúartolls, með því að launa sérstakan brúar-
vörð, mundi verða meiri en þær tekjur, sem það gæfi af sér,
jafnvel þótt taxtinn væri þrefaldaður, sem iíka myndi verða
of þung byrði fyrir þá, sem um brúna þyrftu að fara. I stað
þess telur það hentugra, að útgjöldum vegna viðhalds brúar-
innar verði a. m. k. fyrst um sinn mætt með niðurjöfnun, og
,.í Jökuldals- og Tunguhreppum í Norður-Múlasýslu af
hverjum einbýlismanni 12 sk. giald, hverjum tvíbýlismanni 8
sk. og iarðnæðislaust vinnufólk greiðir 4 sk., auk þess greið-
Jst í öðrum þinghám bæði í Norður- og Suður-Múlasýslum
eftir því sem við á 8, 4 og 2 sk“.