Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Side 52
50
MÚLAÞING
samþykkir það þau málalok, í samræmi við konungsúrskurð
frá 8. maí 1780, að jafna niður
,,for Aarene 1830 og 1831, den förnævnte af Hr. Amtm.
for det Förste etablerede Ligningsmaade. Ligeledes hi-
faldes for det næst paafölgenda tredie Aar, að Ligningen
effectueres paa den af Hr. Amtm. nærmere foreslaaede
Maade, hvorefter der vil blive at udrede:
for Jökulsdals og Tungu Repper resp.......... 12—8—6
— Fellum, Hjaltestad og Eydum Repper . . 8—6—4
— Vapnefjords, Fljótsdals, Vallne og Skre-
dals Repper ............................. 4—2—1
Síðan segir, að taka skuli, að þessum þrem árum liðnum,
þessar reglur til endurskoðunar. Ennfremur eru þar nánari
fyrirmæli um það, hvernig innheimta skuii toll þennan, og
hvernig skuli haft eftirlit með brúnni. (Lovsaml.9,775—777).
Eftir þessari reglugerð var síðan innheimtur brúartoilur
fyrir árin 1832, 1833 og 1834, svo sem ákveðið hafði verið.
Árið 1835 samþykkir svo Rentukammerið með bréfi til amt-
manns, dags. 30. maí, að tilskipunin frá 1831 skuli ekki að-
eins gilda óbreytt fyrir árið 1835, he’dur skuli brúartollur
innheimtur eftir sömu reglugerð næstu níu ár, eða til ársins
1844. Jafnframt er amtmanni fyrirskipað, að hann, að loknu
þessu tímabili, komi með tillögur um það, á hvern hátt þessu
verði bezt fyrirkomið í framtíðinni. (Lovsami.10,630).
Hvað þá tók við er mér ekki kunnugt um, en vera má, að
tilskipunin frá 1831 hafi þá enn verið framlengd um einhver
ár, ef til vill með einhverium breytingum, þó hef ég hvergi
séð þess getið á prenti. Hitt er þó líklegra, að ekki hafi þótt
þörf á að innheimta þennan toll lengur, og hafi hann þvi
verið felldur niður með öllu árið 1844. Svo mikið er víst, að
næst þegar byggð var brú á Jökulsá, árið 1883, var enginn
tollur lagður á íbúa Múlasýslna fyrir byggingarkostnaði
1 (hafa) ,,á árunum 1830 og 1831 áðurgreindan hátt á nið-
urjöfnun hr. amtmanns. Einnig er fallizt á, að þriðja ár þar á
eftir verði niðurjöfnunin framkvæmd samkvæmt tillögu hr.
amtmanns og verður þá . . .“.