Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Qupperneq 54
52
MÚLAÞIN G
Þær voru byggða? iágt yfir vatnsborðinu, því að þá þurftu
burðarviðirnir ekki að vera eins langir. Þetta hafði það í för
með sér, að þegar áin hljóp, náði vatnsf.aumurinn til þess að
teygja hramma sína í brúna og fara með hana. Var þá brugð-
ið á það ráð að hækka undirstöður brúarinnar, en við það
Jengdist hafið, sem burðartrén urðu að ná, jafnframt því að
brúin varð þá ö’l að vera sterkari og burðameiri. Yfirleitt
er þess getið við sérhverja brúarsmíði á Jökulsá, að nýja
brúin sé bæði hærri, sterkari og öllum kostum betur búin en
sú, sem á undan hafði verði. Þetta bendir til þess, að jafnan
hafi verið leitazt við að auka traustleika brúnna, og þróunin
í emíði þeirra hefur al’.taf miðað í framfaraátt, öfugt við
það, sem segja má um hag þjóðarinnar í heild.
Árið 1883 var byggð ný brú á Jökulsá í stað hinnar gömlu,
sem þá stóð ennþá, en hefur sennilega verið eitthvað farið
að gefa ,sig, a. m. k. treystu menn henni ekki lengur til að
bera umferðina. Viðgerðir munu hafa farið fram á henni af
og til, en engar þó stórvægilegar. I sambandi við eina slíka
viðgerð (um 1835) kom til mikilla málaferla, vegna þess að
bóndinn á Fossvöllum var sagður hafa tekið ófrjálsri hendi
eitthvað af því timbri, sern ætlað hafði verið til lagfæringar á
brúnni. Ekki mun þó hafa verið um mikið magn eða verð-
mæti að ræða, og sýnir þetta bezt, hversu eftirgangssöm yfir-
völd landsins gátu verið um hina lítilfjörlegustu hluti á þess-
um tímum. Við smíði hinnar nýju brúar var breytt um bygg-
ingarlag, frá því sem áður hafði tíðkazt og byggð svokölluð
,,sperrubrú“. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, sem fékkst
nokkuð við brúarsmíði um tíma, taldi sig vera höfund þess-
arar tegundar brúargerðar, en vafasamt er, hvort það á við
nokkur rök að styðjast. Aðalmunurinn frá eldri brúm var
fóiginn í því, að allháar sperrur meðfram hliðum brúarinnar
voru látnar bera uppi þunga hennar að nokkru leyti, en áður
hafði allur þunginn hvílt á undirlaginu (burðartrjánum). Að
sjjálfsögðu hafði þetta þau áhrif, að brúin gat borið meiri