Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1968, Page 55
MÚLAÞING
53
þunga e.n ella. Tíðkast þessi aðferð ennþá nokkuð í brúar-
smíði, enda þótt nú séu kraftsperrurnar oftast hafðar úr stáli
eða öðrum má’.mi. Brú þessi var að sjálfsögðu, sem allar
hinar fyrri, smíðuð úr timbri eingöngu. Brúarsmiður var
danskur maður, sem nefndist Bald. Um hann orti Páll Ólafs-
son vísu í tilefni af brúarsmíðinni. I þetta sinn mun allur
kostnaður við smíði brúarinnar hafa verið greiddur úr lands-
sjóði, auk þess ,eem kann að hafa verið í brúarsjóði um Jbær
mundir, en ólíklegt er, að það hafi verið mikil upphæð. Hafði
þá brúartollur ekki verið innheimtur áratugum saman, eins
og áður er getið. Þessi brú mun hafa verið vel byggð, 'og
sennilega bæði hærri og lengri en allar hinar fyrri. Þá var
hún einnig mun breiðari og burðarmeiri en áður hafði tíðkazt.
Var nú hægt að teyma hesta með klyfjum yfir án nokkurrar
áhættu, jafnvel heila lest, en það hafði aldrei verið hægt áð-
ur. Hér var þvi um að ræða ahmikla framför í brúarsmíði á
Jökulsá. Brúin entist í um það bil hálfa öld, en sjálfsagt hafa
einhverjar iagfæringar verið gerðar á henni af og til, þótt
ekki sé mér kunnugt um það.
Árið 1931 var enn byggð brú á Jökulsá, og í þetta skipti
var-breytt um efnivið og brúin byggð úr steinsteypu í fyrsta
skipti í sögu hennar. Um þetta leyti var verið að leggja ak-
færan veg til Austurlands og var þá sýnt, að byggja þyrfti
nýja brú á Jökulsá, sem gæti þolað bílaumferð, enda þótt
bílar væru léttari í þá daga en þeir almennt gerast nú til
dags. Var því gamla brúin rifin og smíði nýrrar hraðað sem
mest mátti verða. Stendur sú brú enn þann dag í dag, en er
nú allmjög farin að láta á sjá undan hinni stöðugt Vaxandi'
umferð um hana. Hýja brúin er byggð í boga yfir gljúfrið, en
sjálft brúargólfið er þó alveg slétt. Annars mun ekki þörf á
að lýsa henni nánar, því að þeir munu fáir, sem ekki ein-
hvern tíma hafa lagt leið sína yfir hana. Allur byggingar-
kostnaður þessarar brúar var að sjálfsögðu greiddur úr Rík-
issjóði. Hún var byggð á nákvæmlega sama stað og brúin frá
1883, og eru ennþá uppistandandi endastöplar þeirrar brúar